Færsluflokkur: Bloggar
Eitt frumvarp að lögum á 4 vikum
28.2.2009 | 10:24
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kennir sig við aðgerðastjórn. Miðað við orðaflauminn mætti halda að víðtækar ráðstafanir hafi verið gerðar og mörg lög samþykkt á síðustu vikum til að bæta hag heimilanna og fyrirtækjanna.
Svo er þó ekki.
Á þeim fjórum vikum sem hún hefur starfað hefur aðgerðastjórnin" einungis afgreitt ein lög frá Alþingi. Það eru lög um Seðlabanka Íslands. Það má sannreyna á heimasíðu Alþingis http://www.althingi.is/ á lista yfir nýsamþykkt lög. Nú vill ríkisstjórnin leggja allt kapp á að koma á breytingum á kosningalögum og breytingum á stjórnarskrá á þeim um 2 vikum sem eftir eru af þinginu. Eru það brýnustu málin í samfélaginu í dag? Mun það hjálpa heimilunum og fyrirtækjunum í landinu?
Aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar í þágu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu láta á sér standa. Engin ný frumvörp hafa verið lögð fram, sem ekki voru þegar ákveðin í tíð fyrri stjórnar.
Þetta framtaksleysi og ranga forgangsröðun er hrópandi.
Þá hafa ýmsir spurt. En hvað gerði fyrri ríkisstjórn? Fyrir liggur samantekt sem fyrri ríkisstjórn lét gera byggða á upplýsingum úr öllum ráðuneytum um aðgerðir og ráðstafanir til að bregðast við bankahruninu og afleiðingum þeirra. Hér er tengill á þennan lista um 100 aðgerðir fyrrum ríkisstjórnar á 100 dögum: http://xd.is/?action=grein&id=15993.
Ásta Möller
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sýklalyfjum ávísað að óþörfu
27.2.2009 | 19:15
Í umræðunni kom m.a. eftirfarandi fram í ræðu minni:
- 80% af allri sýklalyfjanotkun er utan sjúkrahúsa, þar af meirihluti vegna öndunarfærasýkinga þar sem meðferð með sýklalyfjum er yfirleitt óþörf.
- Mikill þrýstingur er á lækna að ávísa á sýklalyf við jafnvel smávægilegum sýkingum t.d. vegna miðeyrnabólgu, sem skv. leiðbeiningum landlæknis er ekki mælt með sýklalyfum sem fyrsta val í meðferð.
- Sýklalyfjanotkun hefur aukist um 35% hjá börnum undir 5 ára aldri á síðustu 10 árum.
- Mikill munur er á sýklalyfjanotkun milli landshluta, t.d er hún helmingi minni á Akureyri en í Reykjavík.
- Sýklalyfjakostnaður er mikill í þjóðfélaginu og skipar hann fimmta sætið í heildarkostnaði vegna lyfjamála.
afnframt ræddi ég um leiðir sem stjórnvöld geta farið til að stemma stigu við ofnotkun á sýklalyfjum, sem er langt umfram það sem hægt er að sætta sig við, ekki síst þegar haft er hliðsjón af alvarlegum afleiðingum þessa, sem er lyfjaónæmi.
Ítarlegri grein um ofnotkun á sýklalyfjum er á heimasíðu minni http://www.astamoller.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hættuleg breytingatillaga
26.2.2009 | 17:03
Breytingatillaga meirihluta viðskiptanefndar um Seðlabankafrumvarpið við 3. umræðu hljóðar svo:
"Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu skal hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til."
Þessi tillaga er frumhlaup og illilega vanhugsuð, svo ekki sér dýpra í árina tekið.
Hvaðan í heiminum kemur þetta? Örugglega ekki frá ESB.
Hlutverk Seðlabanka er að skapa stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Ekki skapa óróleika. Ég get ekki trúað því að í nokkru landi sé Seðlabanka gert skylt að tilkynna um alvarleg hættumerki í fjármálakerfinu, sem auðvitað yrðu að raunverulegu hættuástand um leið og bankinn gæfi slíka opinbera tilkynningu.
Þetta er grafalvarleg hugsanaskekkja.
Saka hvor annan um misskilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki einhlít rök fyrir sænsku leiðinni
25.2.2009 | 21:19
Nú skal gerð enn ein tilraunin til að lögleiða hina svokölluðu "sænsku leið" á Íslandi.
Ég átti sæti í nefnd á vegum dómsmálaráðherra sem fékk það hlutverk að skoða þessa leið, en nefndin skilaði af sér á vordögum 2005. Formaður nefndarinnar er nú dómsmálaráðherra og lagðist hún gegn þessari leið.
Yfirlýst markmið sænsku leiðarinnar er að minnka ofbeldi gagnvart konum með því með að gera vændiskaup refsiverð. Áætluð áhrif eru annars vegar að fæla "venjulega" menn frá að kaupa vændi og fækka þannig vændiskaupendum og hins vegar að gefa "mórölsk" skilaboð um að vændi sé ótilhlýðilegt.
Það sem mælir gegn sænsku leiðinni er að þegar götuvændi minnkar, eins og reyndin varð í Svíþjóð, færist vændið neðanjarðar og erfiðara reynist að hafa eftirlit með starfseminni og beita félagslegum úrræðum. Jafnframt verður vændisumhverfið hættulegra sem stríðir gegn markmiðum laganna. Þá verður sönnunarbyrði þyngri, því kaupendur verða sakamenn með því að játa kaup á vændi, sem styrkir stöðu vændismiðlara og gerir þá ósnertanlegri. Erfitt er að fylgja banninu eftir, sem minnkar almenna virðingu fyrir lögum.
Þá er óvissa um áhrif sænsku leiðarinnar á mansal. Hún getur jafnvel virkað gegn baráttu gegn mansali, þar sem erfiðara er að fá vændiskaupendur til að kæra eða vitna gegn milliliðum eða meintun skipuleggjendum vændis, því um leið viðurkenna þeir á sig refsiverðan verknað.
Það verður því ekki sagt að rökin fyrir hinni svokölluðu "sænsku leið" séu einhlít, né málsmetandi menn og konur sammála um ágæti hennar.
Refsivert að kaupa vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.3.2009 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
"Aðgerðastjórn" er öfugmæli
25.2.2009 | 20:29
Engar nýjar tillögur
Það má glögglega sjá á grein Ástu R. Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, í Morgunblaðinu í morgun með yfirskriftinni Aðgerðir til bjargar heimilunum".
Þar útlistar hún ráðstafanir til að styðja við heimilin í landinu og merkir þær nýrri ríkisstjórn.
Þegar rýnt er í listann kemur í ljós að ekkert nýtt kemur fram í upptalningunni, allt eru þetta atriði sem þegar hafði verið tekið ákvörðun um í fyrri ríkisstjórn. Hún nefnir m.a. til sögunnar frumvarp um greiðsluaðlögun, um frestun nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis og lengingu aðfararfrests.
Hún segir í greininni að hún vilji leggja mikið á sig að upplýsa fólk. Það væri ekki vitlaust að hún byrjaði á að upplýsa framangreinda staðreynd.
Röng forgangsröðun
Á tímum þar sem aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu ættu að vera í forgrunni leggur ný ríkisstjórn allt sitt púður í að setja lög sem breytir skipuriti Seðlabankans og vinna að breytingum á kosningalögum og stjórnarskrá Íslands.
Eru þetta forgangsmálin til að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu? Varla er hægt að skella bankahruninu á stjórnarskrána, kosningalögin eða skipurit Seðlabankans? Er ekki kominn tími til að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli? Halda áfram aðgerðaáætlun til endurreisnar atvinnulífsins og til aðstoðar heimilunum í landinu. Það viljum við Sjálfstæðismenn gera og viljum leggja okkur fram við það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikilvæg gögn í málinu
23.2.2009 | 20:25
Fyrir nokkrum dögum greiddi ríkisstjórnarminnihlutinn ásamt Framsókn atkvæði gegn því í viðskiptanefnd alþingis að fá umsögn frá Evrópska seðlabankanum um seðlabankafrumvarpið.
Rök okkar sjálfstæðismanna fyrir málinu var að reglugerðarverk um fjármálaumhverfið hér á landi á uppruna sinn í Evróputilskipunum. Því væri mikilvægt að fá innlegg frá evrópska seðlabankanum, sem þar að auki hafði farið fram á að veita umsögn um málið. Okkur þótti höfnunin sérkennileg, ekki síst þar sem Samfylkingin vill nú yfirleitt sækja flest til Evrópu!
Þeir hefðu betur þegið boð bankans, því nú kemur í ljós á fundi í viðskiptanefnd að ESB muni kynna nýja skýrslu eftir tvo daga, sem getur skipt máli fyrir málið.
Höskuldur komst að einu réttu niðurstöðunni. Fara ætti faglega í málið og afla þessarra upplýsinga.
Svo má reyndar spyrja sig hvers vegna utanríkisráðuneytið hafði ekki vitneskju um tilurð skýrslunnar
Ásta Möller
Lausn ekki fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2 milljarðar í yfirvinnu á LSH 2008
23.2.2009 | 11:17
1% starfsmanna fá uppsögn
Nýir stjórnendur spítalans hafa á stuttum tíma náð undraverðum árangri í rekstri og náð að bæta starfsandann verulega. Ekki heyrast lengur óánægjuraddir á spítalanum sem var viðvarandi árum saman. Þótt uppsagnir séu ætíð erfiðar verður að segja að um 67 uppsagnir á 5000 manna sjúkrahúsi sé ekki mikið miðað við aðrar greinar, rétt rúmlega 1% á spítala þar sem starfamannavelta hefur verið umtalsverð.
Bætt mönnun, aukið öryggi sjúklinga
Breytt efnahagsástand gerði það að verkum að margir hjúkrunarfræðingar sneru á haustdögum til baka til starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mér er sagt að einn daginn hafi 4 hjúkrunarfræðingar hafið störf í fullri vinnu á deild sem hefur átt við viðvarandi skort á hjúkrunarfræðingum til starfa um árabil. Krafa um yfirvinnu umfram vilja og getu starfsmanna heyrir sögunni til. Bætt mönnun þýðir einnig betri þjónusta og aukið öryggi sjúklinga. Fyrir utan að það er svo miklu skemmtilega að vinna á deild sem er vel mönnuð.
2 milljarðar í yfirvinnu 2008
Með þessum breytingum fær sjúkrahúsið aukið svigrúm til að taka á yfirvinnu. Á fundi í heilbrigðisnefnd í síðustu viku upplýstu yfirmenn stofnunarinnar að yfirvinna á síðasta ári hafi numið kostnaði sem samsvarar um 370 stöðugildum á ársgrundvelli eða um 2 milljörðum króna. Þau áætla að ná henni niður á árinu um amk 500 milljónir króna.
Sparnaður um milljarður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meiri verslun, minni samdráttur, styttri kreppa
21.2.2009 | 09:59
Í vikunni birtist grein í Fréttablaðinu sem vert er að veita athygli. Þar heldur á pennanum Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún bendir á þá alþekktu staðreynd að Eyðsla eins er starf annars".
Fólk heldur að sér höndum
Hún dregur fram að sannarlega sé 10% atvinnuleysi í landinu, sem sé óviðunandi ástand, en það þýðir einnig að 90% vinnufærra manna og kvenna eru í launaðri vinnu. Margir hafa brugðist við hækkandi afborgunum og minnkandi tekjum með því að halda að sér höndum, sem sé skiljanlegt.
Margföldunaráhrif
Á hinn bóginn segir Erna einnig:
Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin og eiga jafnvel eitthvað í handraðinum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingastaði, ferðast svo lengi megi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli."
Erna bendir á að margföldunaráhrifin séu mikil bæði niður á við og upp á við. Ef viðskiptin aukast geta þau komið okkur fyrr upp úr hjólförunum og stytt krepputímann.
Aukin verslun, styttri kreppa
Íslendingar hafa brugðist við kreppunni með því að færa verslunina heim. Verslunarferðir til útlanda heyra að mestu tímanum til. Þeir hafa einnig meðvitað valið íslenskar vörur fram yfir erlendar, m.a. í því skyni að auka störf hér heima.
Mér er minnistætt eftir árásina á tvíburaturnana í New York á sínum tíma að almenningur dró saman í neyslu með samsvarandi samdrætti, sem var farið að hafa alvarleg efnahagsleg áhrif. Viðbrögð stjórnvalda í kjölfarið vöktu þá athygli mína, því þau hófu áróður fyrir því að fólk yki verslun, með þjóðernislegum rökum.
Ég tel mjög mikilvægt að skilaboð stjórnvalda hér á landi til almennings séu á þeim nótum sem Erna Hauksdóttir leggur til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Falsvonir ráðherra?
19.2.2009 | 15:20
Í umræðu um heilbrigðismál á Alþingi í dag kom staða St. Jósepsspítala í Hafnarfirði til umræðu.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi spítalans, en sagði síðan í dag að spítalinn færi undir væng LSH eða eins og hann orðaði það: "...þar sem starfsemin á Sankti Jósefsspítala og starfsemi Landspítalans verði samhæfðar með það í huga að tryggja framtíð Sankti Jósefsspítala."
Það hefur verið bent á að rekstur St. Jósepsspítala í Hafnarfirði er dýrari en efni standa til og alveg ljóst að LSH sem er undir mikilli kröfu um hagræðingu myndi varla geta réttlætt það að halda úti starfsemi í Hafnarfirði, ef það væri hægt að gera það með hagkvæmari hætti á LSH: Það væru alla vega einkennilega skilaboð. Er heilbrigðisráðherrann að gefa falsvonir og er hann að víkja sér undan erfiðum ákvörðunum.
Í skýrslu ríkisendurskoðunar um spítalann frá árinu 2007 sem vísað er til í greininni segir m.a. eftirfarandi:
Gerð (er) athugasemd við það að spítalinn tryggi læknum, ... full laun í veikindum og greiði í námssjóð þeirra. Þar sem læknarnir eru allir verktakar við stofnunina og starfa flestir hjá eigin einkahlutafélögum verður að telja þessi ákvæði mjög óeðlileg og ekki í neinu samræmi við þau kjör sem almennt gilda í samskiptum verktaka og verkkaupa."
Viðmiðunarlaun læknanna í veikindaleyfi er reyndar látið ógetið.
Í umræðunni í dag sagði ég m.a. eftirfarandi um málið:
"Það er einnig eftirtektarverðar upplýsingar sem koma fram í athugasemdum ríkisendurskoðunar um samninga við lækna á sjúkrahúsins, þar sem svo virðist sem þar sé ruglað saman einkarekstri og opinberum rekstri með þeim hætti sem ekki er hægt að verja. ...Svona fyrirkomulag þar sem skipulag vinnu hyglir einni fagstétt umfram aðra og jafnvel á kostnað annarra er gamaldags og úrelt fyrirkomulag. Ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort hann ætli að standa vörð um það.
Í mínum huga skiptir rekstrarform í heilbrigðisþjónustu ekki máli. Stjórnvöld eiga að geta valið það eftir því sem henta þykir á hverjum stað og hverjum tíma með hliðsjón af gæðum þjónustunnar og hagkvæmni í rekstri. Hins vegar verð ég að segja að vitlausasta rekstrarform í heilbrigðisþjónustu er þegar blandað er saman einkarekstri og opinberum rekstri, eins og gert er á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Úr slíkri samsuðu geta skattborgarar ekkert annað en tapað, eins og kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar, jafnvel þótt þjónustan á spítalanum sé góð, er hún of dýru verði keypt."
Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
AGS-samkomulagið á áætlun
18.2.2009 | 13:13
Þetta eru góðar fréttir og tímabærar.
Gengið styrkist og stutt í vaxtalækkun og lækkun verðbólgu, eins og lagt var upp með.
Þetta er allt samkvæmt áætlun.
Samfylkingingin þraut örendið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, áður en árangur af áætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fór að koma fram. Nú ríður á að halda áfram á þessari braut, sem þrátt fyrir stórkarlalega yfirlýsingar Steingríms J. um hið gagnstæða, er að bera árangur.
Gengi krónunnar styrkist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)