Hættuleg breytingatillaga

Breytingatillaga meirihluta viðskiptanefndar um Seðlabankafrumvarpið við 3. umræðu hljóðar svo:

"Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu skal hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til."

Þessi tillaga er frumhlaup og illilega vanhugsuð, svo ekki sér dýpra í árina tekið.

Hvaðan í heiminum kemur þetta? Örugglega ekki frá ESB.

Hlutverk Seðlabanka er að skapa stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Ekki skapa óróleika.  Ég get ekki trúað því að í nokkru landi sé Seðlabanka gert skylt að tilkynna um alvarleg hættumerki í fjármálakerfinu, sem auðvitað yrðu að raunverulegu hættuástand um leið og bankinn gæfi slíka opinbera tilkynningu.

 Þetta er grafalvarleg hugsanaskekkja.


mbl.is Saka hvor annan um misskilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það betra að þegja bara þangað til allt e r komið á haus eins og gerðist her í haust.?

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Hlutverk Seðlabanka er að skapa stöðugleika í efnahagsumhverfinu. Ekki skapa óróleika."

Og skyldi honum nú takast að skapa stöðugleika þá mun ekki til þess koma að umrætt ákvæði verði virkt. Ef honum mistekst það eins og nú hefur hinsvegar gerst, þá hefði nú verið betra að fá að vita það í tæka tíð frekar en að hlusta á eftiráskýringar og stórkarlalegar fullyrðingar ákveðinna aðila um að þeir hafi nú bara víst varað við þessu fyrir löngu síðan. Hvernig er það annars Ásta, last þú þessar skýrslur hans Davíðs nokkuð þegar þær voru gefnar út? Ekki gerði ég það en er líka ekki áskrifandi að plöggum Seðlabankans frekar en hin 99% þjóðarinnar, hefði samt haldið að hagfræðingurinn í síðustu ríkisstjórn kynni a.m.k. að lesa...

"Ég get ekki trúað því að í nokkru landi sé Seðlabanka gert skylt að tilkynna um alvarleg hættumerki í fjármálakerfinu,"

Seðlabankar heimsins eru líka allir með tölu í tómum vandræðum, afhverju ekki þá að prófa að gera hlutina öðruvísi en hingað til hefur verið reynt? Fordæmalausar kringumstæður kalla á fordæmalaus viðbrögð!

"sem auðvitað yrðu að raunverulegu hættuástandi um leið og bankinn gæfi slíka opinbera tilkynningu."

Hvort kemur þá á undan, hænan eða eggið? Betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann! Eða eigum við kannski að láta Veðurstofuna sleppa því að gefa út stormviðvaranir vegna þess að í hvert sinn gæti hugsanlega verið um falska viðvörun að ræða?

"Þetta er grafalvarleg hugsanaskekkja."

Mér sýnist það vera þú sem ert með hugsanaskekkjuna, og meira að segja með Flokksskírteini upp á það!

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Níels Steinar Jónsson

Sem sagt, Það skyldi engar aðvaranin gefa og hana nú. Það gæti komið einhverjum illa. Örugglega fólkinu í landinu sem er að blæða út í dag . Hvernig hefði nú farið ef formaðurinn þinn hefði nú ekki logið að fólkinu fyrir ári síðan. Þá hefði fólk kannski getað gert ráðstafanir.

Þetta er svolítið eins og með alkahólisma. Það er málað eithvert front blekkingar þó hlutaðeigandi  viti hver sannleikurinn er.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í meðferð.

Níels Steinar Jónsson, 27.2.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við verðum að hafa heiðarleika að leiðarljkósi við endurreisn hagkerfisins. Án þessa ákvæðis gætum við allt eins gengið út frá því að fjármálakerfið væri alltaf að fara til andskotans. Komist reynsla á þetta fyrirkomulag er aldrei að vita nema ég fari aftur að treysta bankakerfinu sem ég er í dag að vinna hörðum höndum að því að losna undan.

Héðinn Björnsson, 27.2.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Alveg rétt hjá þér Ásta, þetta er glapræði. Aftur á móti hefði miklu frekar átt að skoða betur hvernig koma hefði mátt í veg fyrir þetta hrun og hverju þurfi að breyta í lögum um Seðlabanka svo að viðvörun hans til þess bærra yfirvalda hefði haft áhrif og vald.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.2.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband