Stjórnmál og fjölmiđlar

Stundum dettur mađur í bćkur sem hafa legiđ árum saman í bókaskápnum.

Ágćtur félagi varđ fimmtugur um daginn og ţar sem hann hefur unniđ viđ fjölmiđla um árabil ákvađ ég ađ leita uppi bók sem mig langađi ađ gauka ađ honum. Bókina keypti ég á bókamarkađi forđum tíđ, ţá bókaormur á unglingsaldri.
Ţegar á reyndi fann ég hins vegar ekki bókina, en rakst síđan á hana nokkrum dögum seinna á ţeim stađ sem hún auđvitađ átti ađ vera.

Bókin heitir „ Blöđ og blađamenn 1773-1944" eftir Vilhjálm Ţ. Gíslason, sem var ţjóđţekktur mađur, útvarpsstjóri um árabil. Gefin út af Almenna bókafélaginu 1972.

Í fyrsta kafla bókarinnar fjallar Vilhjálmur um tengsl blađa viđ bókmenntir og stjórnmál og bendir á ađ eitt höfuđeinkenni blađamennskunnar framanaf hafi veriđ hve mörg kunnustu skáld Íslendinga voru jafnframt ritstjórar og nefnir til sögunnar m.a. Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Matthías Jochumsson, Einar Benediktsson, Ţorstein Erlingsson og Ţorstein Gíslason. Ţá rćđir hann um ađ margir forystumenn stjórnmála hafi einnig veriđ ritstjórar, „ allt frá Jóni Sigurđssyni til Bjarna Benediktssonar, og ţannig fór Tryggvi Ţórhallsson beint úr ritstjórn í embćtti forsćtisráđherra." Einnig nefnir hann Jónas frá Hriflu til sögunnar. Ţá segir hann „ Ţetta samband skálda og stjórnmálamanna viđ blöđin og forráđ ţeirra yfir ţeim hefur í heild sinni orđiđ íslenzkri blađamennsku til eflingar og fjölbreytni og um leiđ víkkađ og treyst tengslin milli ýmissa ţeirra afla og áhrifa, sem bezt voru og auđugust í ţjóđlífinu, en einnig styrkt sambandiđ viđ almenning í landinu."
Ţá segir Vilhjálmur einnig: „Ţađ verđur ţó ađ teljast eitt af veigamestu, en jafnframt eitt af vandasömustu verkefnum blađa í lýđrćđislöndum ađ túlka skođanir hópa og flokka og gera ţađ hart og hiklaust, ţegar nauđsyn krefur, en kunna greinarmun á stađreyndum og fréttum og túlkun ţeirra."

Vilhjálmur tekur saman ađ á 57 ţingum frá árinu 1845 til 1930 sátu 305 fulltrúar og voru 47 ţeirra blađamenn, eđa um 15% ţingmanna á ţessu tiltekna tímabili. Lausleg athugun á fyrirliggjandi starfsferilsskrá núverandi alţingismanna á vef Alţingis leiđir í ljós ađ 27 ţeirra hafi á einhverju tímabili starfađ viđ fjölmiđla, sem er um 43% sitjandi ţingmanna. Ţessi ţróun er athugunarefni út af fyrir sig.

Tilefni ţess ađ ég rifja ţetta upp er ráđning Davíđs Oddssonar í ritstjórastól Morgunblađsins . Má ég fremur biđja um opin tengsl fjölmiđla og stjórnmála, en óljós tengsl fjölmiđla og viđskiptahagsmuna, sem augljóslega hefur veriđ mikill skađvaldur á síđustu árum.

Á morgun ćtla ég síđan ađ fćra mínum ágćta félaga bókina í síđbúna afmćlisgjöf.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband