Bryndís ver bónda sinn

Varnargrein Bryndísar Schram fyrir bónda sinn sem birtist í Fréttablađinu í síđustu viku fór fram hjá mér.  Ég rakst hins vegar á hana í bloggi skólabróđur míns úr menntaskóla, Kjartans Valgarđssonar, sem nú býr í Afríku http://www.kjarval.blog.is/ 

Yfirskrift greinar Bryndísar er "Engin karlremba".  Greinin er dálítiđ krúttleg, frúin ver bónda sinn, vegna ummćla hans um "ljóskuna" Ţorgerđi Katrínu og segir ađ hann sé "ekki karlrembusvín".  Hún ćtti ađ vita hvernig hann kemur fram viđ konur.  

Í vísnahorni Morgunblađsins á laugardag er bent á ađ skv. Íslenskri orđabók, útgefinni 2003, er hugtakiđ "ljóska" skilgreint eftirfarandi: "ung, ljóshćrđ, vitgrönn kona".

Í vísnahorninu er jafnframt birt vísa frá Rúnari Kristjánssyni frá Skagaströnd:

Býr í húsi gerđu úr gleri

gúrú einn á Krataslóđ.

Lofađur af Lennart Meri

en lítt af sinni eigin ţjóđ!

 

Jón Baldvin međ ţaninni ţrjósku

ţrumađi í Silfrinu hátt.

Lýsti ţar einhverri ljósku

sem líklega skildi nú fátt!

 

Í umrćđunni öflug gróskan

eykur mörgum ţor.

Jafnvel menntamála-ljóskan

markar ţar sín spor!

 

Jón Baldvin sem merktur mósku

miđlar ei viti stóru.

Einna helst líkur ljósku

sem leitar ađ eigin glóru!

Ţađ sem mér fannst reyndar einna merkilegast í greininni var ađ Bryndís notađi ţátíđ ţegar hún sagđi eftirfarandi um nafngift bónda síns á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur:  "...Og svo ein enn sem hann vćnti mikils af, hét bara Sóla."   Í samrćmi viđ annađ sem hefur komiđ frá kratahöfđingjanum ađ undanförnu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband