Sjálfstæðisflokkur, VG og utanríkismál.

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins fjallar í dag um hugsanleg stjórnarmynstur eftir kosningarnar 12. maí næstkomandi.

Margt er hægt að taka undir í greiningu Morgunblaðsins en það voru tvö atriði sérstaklega sem vöktu athygli mína.

Annað er að höfundur Reykjavíkurbréfsins lýsir því að ekki sé þörf á að hafa áhyggjur af utanríkismálum í höndum Vinstri grænna með Steingrím Sigfússon þar við stjórnvölinn í hugsanlega ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og VG.  Þessir flokkar séu í grundvallaratriðum sammála í afstöðu sinni til Evrópusambandsins.

Nokkrum blaðsíðum framar í blaðinu, á bls. 38-41, er úttekt blaðsins á afstöðu stjórnmálaflokkanna í utanríkismálum.   Þar sker VG sig út í megináherslum í utanríkisstefnu Íslendinga síðustu áratuga, með neikvæðri afstöðu til NATO og varnarsamningssins við Bandaríkin.   Eina sem þessir tveir flokkar eru sammála um varðandi stefnu í utanríkismálum er afstaðan til ESB, sem ekki er einu sinni rætt í kosningabaráttunni og aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin með um 20% fylgi í skoðanakönnunin, er með á stefnuskrá sinni. 

Hvernig kemst höfundur Reykjavíkurbréfsins að þeirri niðurstöðu að utanríkismál í höndum VG muni ekki skapa vanda?  Hefur höfundurinn heimildir fyrir því að VG geri utanríkismál ekki að ágreiningsefni í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum.  Ef svo er, væri gagnlegt að vita af því.

Hér er tafla um afstöðu flokkanna, tekin úr Morgunblaðinu í dag.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu.  Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Steingrímur ætlar að ganga úr NATO! Er það nú skynsamlegt?

Júlíus Valsson, 29.4.2007 kl. 23:50

2 identicon

Sæl Ásta.

Í könnun sem birtist í Fréttblaðinu í dag, þar sem spurt var "um hvað verður kosið", kemur fram að Evrópumál eru í áttunda sæti yfir málefni sem kjósendur eru með í huga fyrir næstu kosningar. Áhuginn fyrir Evrópu er sem sagt nánast enginn. Það sem vekur þó enn meiri athygli er að enginn virðist vera að velta fyrir sér öðrum utanríkismálum, þaðan að síður "vörnum" landsins eða Nato. Er ekki bara gömul þráhyggja að vera alltaf að velta sér upp úr þessu "vestræna" varnarsamstarfi, og búa til einhverjar grýlur?  Það sem kjósendur hafa áhuga á eru velferðarmál, menntamál, efnahagsmál, skattamál, samgöngumál, umhverfismál osfr. Nær væri að eyða tíma og kröftum í að skapa ný tækifæri heldur en að hjakka í gamla stríðsótta farvegnum. Sé ekki betur en að VG séu bara nokkuð sammála hægri mönnum um flest þjóðfélagsmál nema etv. skattamál og einkavæðingu. En eigum við ekki að vona að skynsemin leiði þá á réttan veg tímanum 

Skrifari er Sjálfstæðismaður frá blautu barnsbeini..... 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: ragnar bergsson

Forsetinn hefur bara allt um það að segja hver fær stjórnarmyndunarumboð.

ragnar bergsson, 1.5.2007 kl. 12:01

4 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Til gamans. Getur einhver frætt mig um hverjar eru starfreglur til að afhenda stjórnarmyndunarumboð? Er það stærsti flokkurinn alltaf fyrst eða sá flokkur sem að stendur upp sem sigurvegari kosninganna? Spyr sá sem ekki veit og af sakleysi....

Pétur Henry Petersen, 1.5.2007 kl. 13:50

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Hér þarf skýringa við!  Hvernig má það vera, að þingmaður lýðveldisins íslands telur aðkomu Forseta Íslands að stjórnarmyndunum ógnun við lýðræðið?  Og þorði svo ekki að standa fyrir máli sínu á Stöð 2!

Auðun Gíslason, 1.5.2007 kl. 13:52

6 identicon

Mér finnst það skjóta skökku við að sjálfstæðismenn skuli vera að tala um lýðræði. Það hefur verið bannorð hjá þeim um árabil, nema þegar þeim hentar, og þá helst þegar verið er að taka tugmiljónir út úr fyrirtækjum og afhenda siðblindum sjálfstæðismönnum.Varla ætlið þið að tala um að það hafi verið lýðræði í tíð Davíðs Oddsonar. Eða þegar Halldór Ásgrímsson var gerður að forsætisráðherra. Svona mætti lengi telja, En talandi um siðblindu, ég veit ekki betur en sitjandi alþingismenn, Sjálfstæðismenn auðvitað, hafi sagt í lagi að fara í kring um lögin, ef það kæmist ekki upp. Nei ég ætla vona að fólki beri gæfa til að fara eftir lögum núna, og hætti að kvarta yfir að þurfa þess 

Þórhallur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:36

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vissulega forðast menn að þurfa standa fyrir máli sínu ef þeir hafa vondan málstað að verja, og það hefur nú Ásta Möller svo sannarlega. Forseti Íslands á að hafa áhrifa á það hverjir fá umboð að kosningum loknum.

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 16:12

8 Smámynd: Þarfagreinir

Já, þær eru misjafnar túlkanir fólks á því hvað 'lýðræði' þýðir. Í augum margra, ekki síst kjörinna fulltrúa okkar, er lýðræði einungis það að almenningur megi velja sér flokk á fjögurra ára fresti, en eigi að þegja þess á milli. Hinn þjóðkjörni forseti á síðan að vera algjörlega áhrifalaus með öllu - hann kemur nefnilega þessari tegund 'lýðræðis' ekkert við. Hann má ekki einu sinni skjóta lögum undir dóm kjósenda, þó það sé eins og er eina tiltæka leiðin til að þjóðin geti fengið að kjósa um einstök málefni (sem er annars mín persónulega túlkun á hugtakinu 'lýðræði' - fulltrúalýðræðið er í mínum huga til hægðarauka og ekkert heilagt í sjálfu sér).

Reyndar skilst mér að þið Sjálfstæðismenn hafið núna uppi hugmyndir um að hægt verði að biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu með því að safna tilteknum fjölda undirskrifta, og eru þær hugmyndir prýðisgóðar. En á meðan slík meðöl eru ekki fyrir hendi, hvað er þá svona hræðilegt við það að forsetinn, sem er kosinn af þjóðinni allri, beiti þeim litlu áhrifum sem hann hefur sannarlega samkvæmt stjórnarskrá? Getur það verið persónuleg óvild í garð þess manns sem núna gegnir því embætti? Ja, maður spyr sig ...

Þarfagreinir, 1.5.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband