522 ný hjúkrunarrými frá 2001-2006

Samfylkingin keyrir nú neikvæða kosningabaráttu.  Í stað þess að leggja áherslu á hvað flokkurinn stendur fyrir er reynt að kveikja á neikvæðum tilfinningum kjósenda í þeirri von að þeir snúi sér til lags við flokkinn.   Þessi aðferð hefur reyndar af mörgum sem vit hafa á hvernig á að reka kosningabaráttu ekki verið talin vænleg til árangurs og hefur skv. nýjum fylgiskönnunum ekki skilað flokknum miklu.    

Nú er sem sagt keyrt á biðlista í velferðarkerfinu og talað um vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar m.a. í öldrunarmálum.

Staðreyndir er hins vegar sú að hjúkrunarrýmum hefur fjölgað um 522 frá árinu 2001, skipt eftirfarandi á árin:

2001    22

2002    132

2003    50

2004    127

2005    126

2006    65

Því til viðbótar hefur ríkisstjórnin samþykkt að byggð verði 374 hjúkrunarrými á árunum 2007-2010, þar af verða 65 tekin í notkun á þessu ári. 

Þessum 374 hjúkrunarrýmum er skipt eftirfarandi:

  • 110 rými í Markholt við Suðurlandsbraut í Reykjavík, þar af eru eru 40 rými fyrir heilabilaða og 10 rými fyrir geðsjúka.
  • 90 á svokallaðri Lýsislóð
  • 20 á Sjúkrahúsi Suðurlands,
  • 44 í Kópavogi,
  • 20 í Mosfellsbæ,
  • 30 í Reykjanesbæ  
  • 30 í Hafnarfirði,
  • 10 á Ísafirði  
  • 20 í Garðabæ.

Alls er þetta fjölgun um fast að 1000 hjúkrunarrými á árunum 2001-2010. Á árinu 2000 voru hjúkrunarrými í landinu 2048.  Þannig mun hjúkrunarrýmum á landinu fjölga um 50% á tíu ára tímabili 2001-2010.

Svo talar Samfylkingin um vanrækslusyndir.  Fylgist hún ekki með?!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það hefur komið fram áður að XD ætli að fjölga hjúkrunarrýmum, ég skil ekki hvað er alltaf verið að baksa um þetta, það er eins og stjórnarandstöðumenn reyni að stroka það út jafnóðum og þið segið það....

Bestu kveðjur Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 10:48

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Jú, það segir ýmislegt, en ekki má slá höndu á móti því góða sem hefur gerst. En það sem þarf að gera er einnig að hafa í huga þá mannfjöldaraukningu sem er væntanleg vegna þess að lífslíkur eru hærri nú en áður. Þá þarf í raun ekki bara að mæta þeim eftirspurnum sem eru í dag, því að þær munu verða mun fleiri með árunum. þeir sem eru td. 80 ára og eldri, munu fara í hækkandi hlutfalli af þjóðinni með hverju ári sem líður.

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 15:02

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er nú ekki búið að byggja þessi 374 hjúkrunarrými svo er nú ekki alltaf, = merki á loforðum og áætlunum og gerðum ríkisstjórna, það sést best á ýmsu sem núverandi stjórnarflokkar hafa á samviskunni og sést best víða út um hinar dreyfðu byggðir landsins

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: Jóhann H.

Hmm...522 hjúkrarými...? Hvernig er það vantar ekki ca. 500 hjúkkur til starfa nú þegar.  Hverjum skyldi vera um að kenna?  Þó ekki ríkisstjórninni sem svo "gæsilega" hefur stjórnað heilbrigðismálum sl. 12 ár?

Jóhann H., 1.5.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mig langar að benda á það að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki verið með ráðherra úr hópi Sjálfstæðisflokksins,

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 17:10

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gott og vel - varðar þá Sjálfstæðismenn ekkert um þetta? Er þeim alveg sama hvað samstarfs flokkur þeirra hverju sinni gerir, eða gerir ekki? það eru nú ekki góð meðmæli. Com on þeir eiga í samstarfi við annann flokk og dapurlegt til þess að vita að þeir séu bara sáttir að málaflokkurinn sé á heljarþröm bara af því að samstarfsflokkurinn vill það.

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 18:31

7 Smámynd: Magnús Jónsson

 Halda mætti að ekkert munaði um 374 sjúkrarúm ?, en eru sum í byggingu skal játað ein bygging með 110 sjúkrarúmum, var stöðvuð tímabundið vegna krafna meðal annars frá stjórnarandstöðunni, um að draga þyrfti úr opinberum framkvæmdum til að slá á þenslu. En hvað er það sem menn ætlast til eigum við að byggja sjúkrahús og láta þau síðan standa tóm, sífellt berast fréttir af lokunum á þessum eða hinum deildunum vegna manneklu ? hvað á að gera eigum við að kenna ríkistjórninni um hvernig til hefur tekist með samninga um kaup og kjör, nóg er nú röflað um að fólk þurfi að greiða þetta og hitt, hvernig litist stjórnarandstæðingum á það að notuð yrði gamla komma aðferðin, semja bara um kaup upp úr öllu valdi og beita svo þeirri aðferðafræði að hækka virðisaukaskatt um eins og 10 prósent það er að segja að hann yrði 35 prósent, sennilega myndu sjúkir og fátækir dansa um göturnar af gleði yfir því. Ekki mega menn gleyma því að í samfélagi þarf að forgangsraða og hagræða, meðan einn vill éta sig inná sjúkrastofnanir þá vill annar geta treyst á það að spítalar lagfæri það sem hann geti eiðillagt í sporti ( skíðamennsku, akstursíþróttum, fótbolta, handbolta, körfubolta, hestaíþróttinni og svo mætti leng telja ) , fyrir utan þann hóp sem er ekki sáttur við útlit sitt á einn eða annan hátt, allt kostar það peninga og af þeim er aldrei til nóg því miður, en að tala um að málaflokkurinn sé á heljarþröm er út í hött og það vita þeir sem garga hæst en garga samt. 

Magnús Jónsson, 1.5.2007 kl. 20:38

8 identicon

Meðalaun ómenntaðrar starfstúlku við ummönun aldraðra inn á Hjúkrunarheimilum og í 100% starfi er 135 þús. fyrir skatta. Það er nú öll kaupmáttaraukningin sem þær hafa fengið. Laun þeirra er vanræksla og það þyrfti að taka það meira inn í umræðuna. Hvernig í ósköpunum á að fjölga fleirri hjúkrunarrýmum hér þegar augljós skortur á starfsfólki blasir við? Það eru þessar ómenntuðu stúlkur sem halda velferðarkerfinu uppi..

Björg F (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband