Mikilvæg gögn í málinu

Fyrir nokkrum dögum greiddi ríkisstjórnarminnihlutinn ásamt Framsókn atkvæði gegn því í viðskiptanefnd alþingis að fá umsögn frá Evrópska seðlabankanum um seðlabankafrumvarpið.  

Rök okkar sjálfstæðismanna fyrir málinu var að reglugerðarverk um fjármálaumhverfið hér á landi á uppruna sinn í Evróputilskipunum.   Því væri mikilvægt að fá innlegg frá evrópska seðlabankanum, sem þar að auki hafði farið fram á að veita umsögn um málið.  Okkur þótti höfnunin sérkennileg, ekki síst þar sem Samfylkingin vill nú yfirleitt sækja flest til Evrópu!

Þeir hefðu betur þegið boð bankans, því nú kemur í ljós á fundi í viðskiptanefnd að ESB muni kynna nýja skýrslu eftir tvo daga, sem getur skipt máli fyrir málið.

Höskuldur komst að einu réttu niðurstöðunni.  Fara ætti faglega í málið og afla þessarra upplýsinga.

Svo má reyndar spyrja sig hvers vegna utanríkisráðuneytið hafði ekki vitneskju um tilurð skýrslunnar

Ásta Möller

 

 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt að spyrja þig í framhaldinu af þessum skrifum þar sem áhersla er lögð á eitthvað faglegt hversu skynsamlegt það sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem einhvern tímann taldi sig vera forsendu stöðugleika og festu í samfélaginu að rembast eins og rjúpan við staurinn við það að hafa Davíð Oddsson í Seðlabankanum. Hann hefur ekki traust ríkisstjórnarinnar og ekki einu sinni þingmanna Sjálfstæðisflokksins, s.s. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

Það er eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins geri sér enga grein fyrir stöðunni sem þeir eru búnir að koma landinu okkar í.

Hátt í 20.000 manns ganga atvinnulausir og gera má ráð fyrir því að ríkið þurfi að greiða þrefalt meiri vexti en fer í að fjármagna Landspítalann.

Flokkurinn hefur valdið þjóðinni ómældu fjárhagstjóni og í stað þess að biðjast afsökunar, gera það besta úr málinu og greiða fyrir málum heldur hann áfram að setja persónu Davíðs Oddssonar ofar augljósum almannahagsmunum.

Ásta, geturðu ekki tekið undir þetta?

Sigurjón Þórðarson, 23.2.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég gleymdi öðru, Ásta, það er súrrealískt að þingmaður Sjáflstæðisflokksins skuli mæla fyrir þingsályktunartillögu þessa dagana um að lýsa upp helli, smíða svalir á hann og byggja hringstiga. FYRIR HÁTT Í MILLJARÐ!

Hvað er eiginlega að í þingflokksherberginu?

Sigurjón Þórðarson, 23.2.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Ásta! 

Algjörlega sammála þér 

Ég minni á skipulagt málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðu um frumvarp til vatnalaga fyrir nokkrum árum. Þar voru Vinstri græn í forystu í málþófinu og Samfylkingin tók einnig virkan þátt í hringavitleysunni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu nokkurra klukkustunda þar sem minnstur hluti ræðutímans fór í að ræða efnisatriði málsins. Stjórnarandstöðuþingmenn mættu með bókasöfn sín í ræðustól og lásu upp úr þeim. Síðan eyddu þeir tíma í að lesa upp úr umsögnum ummálið, lesa blaðagreinar og endurtaka þvaðrið hvorir úr öðrum!

Þetta kölluðuð vinstri flokkarnir málefnalega umræðu, umræðustjórnmál o.s.frv. Ég fann þessa tilvitnun á veg Ungra Vinstri Grænna (http://www.vinstri.is/default.asp?a_id=1638):

Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður.


Gaman að reka ofan í vinstra liðið bullið frá liðnum árum og þetta er aðeins byrjunin! 



Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.2.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Í allri þessari vitleysu sem er nú í gangi í málfundafélaginu við Austurvöll þá gleður það mig ósegjanlega mikið að Sjálfstæðismenn eru nú loks farnir að horfa til ESB sem þeirra leiðarljós. Og fróðlegt að sjá hvernig vissir þingmenn eru tilbúnir að viðhalda óbreyttum stýrivöxtum á kostnað skrílsins í landinu í einhverskonar málamynda andófi og töfum á þjóðþrifamálum eins og þeim að endurreisa traust þjóðarinnar og umheimsins á stjórn efnahagsmála í landinu en Sjálfstæðismönnum virðist standa saman um það því Davíð er jú heilagur maður. Guðbirni virðist í það minnsta vera meira mál að skemmta skrattanum en að vinna að uppbyggingu landsins.

Tjörvi Dýrfjörð, 23.2.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband