Nýr veruleiki

Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu .  Miðað við viðbrögð þingmanna hinna flokkanna á Alþingi er eins og þeir séu ekki búnir að átta sig á því.

Það hafa orðið hlutverkaskipti og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að þreifa sig áfram í þessari nýju stöðu.   Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gerst þaulsetnir í ræðustól síðustu daga og kvarta stjórnarliðar hástöfum undan elju þeirra og tengja hana komandi prófkjörum. Eins og þingmenn annarra stjórnmálaflokka séu ekki í sömu stöðu um þessar mundir! 

Stjórnarandstöðuflokkar hafa sérstöku hlutverki að gegna að veita stjórnarliðum aðhald.  Þetta er  meðal annars gert undir dagskrárliðnum störf þingsins sem er hálftíma umræða í byrjun þingfundar tvisvar í viku. Þá beina þingmenn fyrirspurnum að kollegum sínum, t.d. formönnum þingnefnda.   Aðra tvo þingdaga í viku hverri beina þingmenn fyrirspurnum sínum til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.  Samkvæmt lauslegri athugun minni voru þingmenn stjórnarandstöðunnar í  um 90% tilvika frummælendur undir þessum liðum þingsins á haustþingi.   Þetta hefur nú snúist við, sem þingmenn stjórnarliða eiga erfitt með að höndla og þusa yfir.

Viðbrögð stjórnarliða við framgöngu okkar sjálfstæðismanna á þingi segja mér að við erum að gegna hlutverki okkar með sóma.  Fyrst og fremst leggjum við áherslu á að vera málefnaleg, þótt fjölmiðlar veiti því síður athygli en „uppákomum" og skærum manna á milli í umræðum.   

Ég skil það einnig svo að þau, ekki síður en við í þingflokki sjálfstæðismanna og almenningur allur, þarf að venjast því, tímabundið, að Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ásta, Sjálfstæðisflokkurinn á að halda þannig á málunum að það séu málefnin sem séu í fyrirrúmi, með því móti styrkist flokkurinn fyrir komandi átök þann 25. Apríl, afskaplega leiðinlegt að hlusta á hver kom með þetta frumvarp, það var ég, nei ég, hverslags rugl er þetta, við eigum að hugsa um þjóðarhag, það er það sem skiptir máli.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.2.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Sæl Ásta

Þjóðarhagur er fyrir öllu og nú þurfa flokkar að vinna saman að uppbyggingunni. Fljótt skipast veður í lofti og þeir sem voru við völd í gær en eru ekki í dag verða það aftur á morgun. Það gæti endurtekið sig nokkrum sinnum á komandi árum.

kv Svenni

Sveinn Valdimar Ólafsson, 13.2.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband