„Tekinn í bólinu"

Vinstri grænir eru andvígir hugmyndum sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og Norðausturlandi um frekari atvinnuuppbyggingu í Helguvík  á Reykjanesi og á Bakka við Húsavík á formi álframleiðslu.  Sem annan valkost hafa Vinstri Grænir bent á kísilflöguverksmiðju, sem er í sjálfu sér gott og blessað.   Þeim hefur hins vegar sést fyrir mikilvægur þáttur í þessu sambandi sem er að kísilflöguverksmiðja losar þrisvar sinnum meiri gróðurhúsalofttegundir en álver.  Á þetta benti Ólöf Nordal alþingismaður í í  utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík.

Nú er ég ekki neinn sérstakur talsmaður álvera umfram aðra kosti í nauðsynlegri atvinnuuppbyggingu í landinu til að bregðast við auknu atvinnuleysi.  Hins vegar er athyglisverð þversögn í málflutningi VG að á sama tíma og þeir lýsa því yfir að þeir vilji fara í verkefni sem losa minni gróðurhúsalofttegundir á heimsvísu, kemur fram að valkostur þeirra umfram álver er kísilflöguverksmiðja, sem þegar upp er staðið losar þrisvar sinnum meiri gróðurhúsalofttegundir en álver. 

Þetta kallar maður að vera tekinn í bólinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Ásta horfði á umræðuna hún var hreint og bein sorgleg.

Mér líkar ekki og kann ekki við  þegar ráðherrar í ríkisstjórn eins og Kolbrún Halldórsdóttir beinlínis segir ósatt á þingi og í ofanílag fara ítrekað rangt með, umhverfisráðherra varða að hafa þá menntun í starfi að þeir geti farið rétt og satt með staðreyndir um umhverfismál og atvinnuuppbygging þjóðarinnar.

Grein Indriða er í megindráttum röng það hefur kom fram enda svaraði hann mér að allar tölur væru ekki inni í grein sinni.

Bæði greinar Ólafs Teits Guðnasonar og Ágústar Hafberg sýna svo að ekki verður un villst.

 Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 11.2.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl Ásta,

þegar kemur að því að fjalla um atvinnuuppbyggingu er málflutningur VG alveg ótrúlegur.

Ég bíð spenntur eftir því að heyra hvernig Steingrímur ætlar að taka á hvalveiðum. Þær fullyrðingar að hvalveiðar muni hafa slæm áhrif á hvalaskoðun og ferðaþjónustu yfirleitt, þá verður það að segjast eins og er að allar líkur benda til þess að gríðarlegur samdráttur verður í ferðaþjónustu vegna efnahagsástandsins í heiminum. Hvalkjöt fyllir maga margra en hvalaskoðun eingöngu þeirra sem hafa atvinnu af henni. Ef að líkum lætur munu VG láta sér það í léttu rúmi liggja.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.2.2009 kl. 16:01

3 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Sæl. Ásta. Kolbrún fór ekki rétt með.

Búrfellsvirkjun malar gull fyrir eigendur sína, mörg þúsund milljónir á ári hverju í svo til hreinan hagnað, enda upphaflegar fjárfestingar í mannvirkinu að fullu afskrifaðar .

Indriði H. Þorláksson birti nýverið grein á vef sínum – sem talsvert var fjallað um í fjölmiðlum – um efnahagsleg áhrif álvera á Íslandi. Hann segir þar að efnahagslegur ávinningur landsmanna af slíkri starfsemi sé lítill. Sem er rangt Indriði lét hér fagmennskuna liggja á milli hluta en pólutísksjónarmið ráð ferðinni.

Tölur segja okkur að meðalvelta á starfsmann í þjónustufyrirtækjum sé um 12 milljónir á ári og um 65 milljónir á ári hjá orkufyrirtækjum. Uppreiknað með launavísitölu eru þessar tölur 13 milljónir og 73 milljónir á ári.

Á síðasta ári greiddi Norðurál um 25 milljarða til þjónustufyrirtækja, orkufyrirtækja og í laun og launatengd gjöld.

Um 40% af veltu Alcan á Íslandi hf. er kostnaður sem fellur til á Íslandi, eða tæplega 19 milljarðar króna árið 2008

Samahlutfall er hjá Alcoa eða 38 milljarðar séu þessar gjaldeyristekjur teknar saman skilar það þjóðarbúinu, um 82 til 85 milljörðum árlega.

Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þá nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.

Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa  sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.

Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.

UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem Vinstri Grænir vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í Ál geiranum Járn-blendinu, Landsvirkjun, Rei, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar Álversins í Straumsvík.

 

Hekla Sól Ásdóttir, 11.2.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Offari

Ég sem hélt að umhverfissjónarmið vinstri grænna réðu því að þeir vildu frekar kísilflöguverksmiðjuna. Ég er hinsvegar hræddur um að stóriðjurnar verði ekki í boði á næstuni. Alcoa er að loka gömlum verksmiðjum og samdráttinn tel ég vera lengri en bjartsýnismennirnir spá.

En vonandi er ég of svartsýnn.

Offari, 12.2.2009 kl. 11:32

5 Smámynd: Rauða Ljónið

   Sæl. Álver sækja í sig veðrið.

Feb. 12 (Bloomberg) -- Aluminum Corp. of China agreed to invest $19.5 billion in debt-laden Rio Tinto Group, gaining access to copper and iron ore resources in the nation’s largest overseas acquisition.

Chinalco, as the state-owned company is known, will buy $7.2 billion of convertible bonds and acquire stakes in projects for $12.3 billion in Chile, Australia and the U.S., London-based Rio said today in a statement.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 12.2.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband