Óheyrilegur kostnaður sjúklinga
8.2.2009 | 17:26
Sjúklingar hafa þurft að greiða umtalsverðar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu. Á árinu 2007 greiddu um 15 þúsund manns yfir 100 þúsund krónur úr eigin vasa vegna heilbrigðisþjónustu og þar af eru um 500 manns sem hafa borið kostnað yfir 250 þúsund krónur. 10 einstaklingar þurftu á árinu 2007 að greiða á bilinu 570-890 þúsund krónur vegna heilbrigðisþjónustu. Þessar tölur eru fyrir utan tannlæknakostnað, sem getur verið umtalsverður, eins og fólki er kunnugt.
Þessar upplýsingar koma fram í gögnum sem nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins undir forystu Péturs H Blöndal hefur aflað sér.
Nýtt greiðsluþátttökukerfi
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði ég Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um áform hans um að hrinda nýju greiðsluþátttökukerfi almennings í heilbrigðisþjónustu í framkvæmd. Unnið hefur verið að því verkefni á síðustu misserum. Skv. áætlunum fyrri ríkisstjórnar var áformað að það gæti tekið gildi 1. apríl næstkomandi.
Miklar væntingar eru bundnar við hið nýja kerfi. Það hefur m.a. komið fram í samtölum við fulltrúa Öryrkjabandalagsins, sem hafa bent á ójafnræði í greiðsluþátttöku milli sjúklingahópa og að ýmsir skjólstæðingar þeirra hafa þurft að bera mikinn kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Það er staðfest með þeim tölum sem að framan er greint.
Núverandi kerfi er óréttlátt
Núverandi greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er óréttlátt og það getur ráðist af hvaða sjúkdómur viðkomandi er með, hve mikið sjúklingur getur þurft að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu.
Lægst greiðsluþátttaka innan OECD
Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að í stað þess að jafna álagið milli sjúklingahópa eins og hið nýja greiðslukerfi miðast við, vill hann fella niður gjöld í heilbrigðisþjónustu. Það kemur reyndar ekki á óvart, enda hefur það verið stefna Vinstri Grænna. Það er hins vegar vert að benda á að greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu hér á landi er ein sú lægsta innan OECD, eða um 17-18% af heildarútgjöldum til þjónustunnar.
Markmið nefndar Péturs H. Blöndal hefur verið að jafna greiðsluþátttökuna, gera hana réttlátari, en ekki auka hlutdeild almennings í heilbrigðiskostnaði frá því sem nú er.
Aukin útgjöld
Svar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag bendir til að mikil óvissa er um hvort og hvenær nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi. Jafnframt vakna efasemdir um hve mikil alvara er hjá ríkisstjórninni að fylgja eftir áætlunum um aðhald í ríkisrekstri sem Ísland hefur skuldbundið sig til í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þessar upplýsingar koma fram í gögnum sem nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins undir forystu Péturs H Blöndal hefur aflað sér.
Nýtt greiðsluþátttökukerfi
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði ég Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um áform hans um að hrinda nýju greiðsluþátttökukerfi almennings í heilbrigðisþjónustu í framkvæmd. Unnið hefur verið að því verkefni á síðustu misserum. Skv. áætlunum fyrri ríkisstjórnar var áformað að það gæti tekið gildi 1. apríl næstkomandi.
Miklar væntingar eru bundnar við hið nýja kerfi. Það hefur m.a. komið fram í samtölum við fulltrúa Öryrkjabandalagsins, sem hafa bent á ójafnræði í greiðsluþátttöku milli sjúklingahópa og að ýmsir skjólstæðingar þeirra hafa þurft að bera mikinn kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Það er staðfest með þeim tölum sem að framan er greint.
Núverandi kerfi er óréttlátt
Núverandi greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er óréttlátt og það getur ráðist af hvaða sjúkdómur viðkomandi er með, hve mikið sjúklingur getur þurft að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu.
Lægst greiðsluþátttaka innan OECD
Af svari heilbrigðisráðherra má ráða að í stað þess að jafna álagið milli sjúklingahópa eins og hið nýja greiðslukerfi miðast við, vill hann fella niður gjöld í heilbrigðisþjónustu. Það kemur reyndar ekki á óvart, enda hefur það verið stefna Vinstri Grænna. Það er hins vegar vert að benda á að greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu hér á landi er ein sú lægsta innan OECD, eða um 17-18% af heildarútgjöldum til þjónustunnar.
Markmið nefndar Péturs H. Blöndal hefur verið að jafna greiðsluþátttökuna, gera hana réttlátari, en ekki auka hlutdeild almennings í heilbrigðiskostnaði frá því sem nú er.
Aukin útgjöld
Svar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag bendir til að mikil óvissa er um hvort og hvenær nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi. Jafnframt vakna efasemdir um hve mikil alvara er hjá ríkisstjórninni að fylgja eftir áætlunum um aðhald í ríkisrekstri sem Ísland hefur skuldbundið sig til í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.