Tilkynning um framboð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík

 Ásta Möller, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Í Reykjavík sem haldið verður 14. mars næstkomandi vegna Alþingiskosninga á vordögum

Ásta Möller var fyrst kjörin á Alþingi í alþingiskosningum 1999, var varaþingmaður frá 2003 til 2005. Í kosningunum vorið 2007 varð hún 7. þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í upphafi þessa kjörtímabils var hún kjörin formaður heilbrigðisnefndar Alþingis og formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. Auk þess var hún kjörin í framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins í apríl á síðasta ári. Þá á hún sæti í fjárlaganefnd.

 Í störfum sínum hefur Ásta Möller lagt sérstaklega áherslu á heilbrigðismál, málefni aldraðra og önnur velferðarmál fjölskyldunnar, auk lífeyrismála og málefna launamanna.   

Ásta hefur gengt fjölmörgum forystustörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og er ritari þingflokks sjálfstæðismanna.  Ásta var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2005-2007 og sat í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2003-2006.   Þá var hún formaður heilbrigðis-og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins um árabil.

Ásta Möller hefur lokið BSc prófi í hjúkrunarfræði og meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við hjúkrun, stjórnun og kennslu í íslenskri heilbrigðisþjónustu og gegndi formennsku í fag- og stéttarfélögum hjúkrunarfræðinga frá 1989-1999. 

Nánari upplýsingar er að finna á veffanginu http://www.astamoller.is/ og á bloggsíðunni http://www.astamoller.blog.is/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hið besta má Ásta, eitt langar mig að vita hér að ofantöldu er eitt atriði sem vekur forvitni mína: Í störfum sínum hefur Ásta Möller lagt sérstaklega áherslu á heilbrigðismál, málefni aldraðra og önnur velferðarmál fjölskyldunnar, auk lífeyrismála og málefna launamanna.   

hver er staðan á lífeyrismálum alþingismanna og ráðherra ? nú eru liðnir meira en 18 mánuðir síðan lagt var af stað af ykkar hálfu að klára þennann pakka en ekker hefur gerst ? hvers má vænta ?

Jón Snæbjörnsson, 8.2.2009 kl. 21:47

2 identicon

Sæll Jón.  Breytingar voru gerða á lífeyrismálum alþingismanna og ráðherra fyrir jól, eins og þú getur séð á þessari slóð:

http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=136&mnr=246

Ásta Möller (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband