Eftir kosningar

Sjálfstæðisflokkurinn er með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum landsins.   Tók það af Samfylkingunni í Reykjavík norður og í Suðurkjördæmi og af Framsókn í Norðausturkjördæmi.  Hugsanlega er þetta í fyrsta sinn í sögu stjórnmála á Íslandi sem einn flokkur er með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum.  Hef þó ekki lagt í rannsóknarmennsku til að sannreyna það.

Samfylkingin tapaði 4,2% fylgi, en Framsókn 6% fylgi í kosningunum síðasta laugardag miðað við alþingiskosningar 2003.  Þetta hafa álitsgjafar kallað varnarsigur Samfylkingar en stórtap Framsóknar.   Sérstakt!

Munur á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í kosningunum 2003 var 2,7%, en er nú 4 árum seinna um 10%.   Sjálfstæðisflokkurinn var með 22 þingmenn, en er nú með 25; Samfylkingin var með 20 þingmenn er nú með 18.  Munur á þingmannafjölda var 2, en er nú 7.     

Talsmenn Samfylkingar og VG hafa látið hafa eftir sér að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks  með nauman eins þingmanns meirihluta sé óstarfhæf.   Á kosninganótt var það ekki vandamál, þegar sams konar staða var uppi hjá stjórnarandstöðunni.  Skrítið?

Frjálslyndi flokkurinn er flokkur "pólítískra flóttamanna"    Tveir með uppruna sinn úr Sjálfstæðisflokknum og einn með uppruna sinn úr Alþýðubandalaginu.   Pólítískan bakgrunn  Grétars Mar þekki ég ekki.   Skyldu vera einhverjir pólítískir snertifletir milli t.d. Jóns Magnússonar og Kristins H Gunnarssonar?  Hvernig eiga þessir tveir pólar að ná saman um málefni.  Það væri gaman að vera fluga á vegg í þessum þingflokki þegar þeir takast á!

Konum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins fjölgaði um 100% milli kosninga.  Voru 4 eftir síðustu kosningar, en eru nú 8.  Fækkun sjálfstæðiskvenna á þingi 2003 þóttu sérstök tíðindi.  Konum í þingflokki Samfylkingar fækkar hins vegar um helming úr 9 konum í sex milli kosninga.   Það þykir hins vegar ekki sérstök ástæða til upphrópana.  Samt er flokkurinn afkomandi Kvennalistans sáluga og á að bera uppi merki hans. 

Frá og með þessari færslu mun ég færa mig aftur á heimasíðu mína www.astamoller.is., en þar birtast greinar, blogg, pistlar, ræður og fleira efni sem ég hef sett á síðuna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Það verður fróðlegt að sjá ef um semst á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hver ráðherraefni verða.  Það verður fróðlegt að sjá fjölda kvenna frá hvorum flokk. Vonandi fá konur úr Sjálfstæðisflokknum tækfæri en þar er margt af hæfum konum sem eiga fullt erindi í ráðherrastól.

Brynjólfur Bragason, 18.5.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Áttu þér ekkert líf ...

... ótrúleg elja hjá þér að blogga þetta þvaður flesta daga.

Gísli Hjálmar , 20.5.2007 kl. 10:44

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Fækkun þingkvenna úr 9 niður í 6 er þriðjungsfækkun en ekki helmingsfækkun. mjög einfaldur reikningur sem kenndur er í 7 eða 8 ára bekk

Inga Lára Helgadóttir, 20.5.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Þetta skilaði sér ekki inn í ríkisstjórnina 3-1 fyrir Samfylkingu, algjör synd nóg er af frambærilegum konum í Sjálfstæðisflokknum. Skil ekkert í Geir að haga sér svona, þetta er visst áfall.

Brynjólfur Bragason, 22.5.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það var mjög mikil óánægja með prófkjör Samfylkingarinnar þegar ljóst var að stefndi í fækkun þingkvenna. Held að hluti af fylgistapi flokksins megi rekja þangað. Hins vegar er athyglisvert að á meðan þingkonum Samfylkingarinnar fækkaði um þriðjung þá jókst hlutur kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um helming - en samt enda flokkarnir með hér um bil sama hlutfall kvenna á þingi.

Stóri skandallinn núna er ráðherravalið. Ég vona að þið Sjálfstæðiskonur látið hressilega í ykkur heyra varðandi það. Það á ekki að vera í anda Sjálfstæðra kvenna að vera þægar og þegja... sérstaklega ekki þegar svona mikil áhersla er lögð á einstaklinginn og að konur verði að sækja.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.5.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband