Nær helmings fækkun kvenna í þingliði Samfylkingar.

Hlutur kvenna og endurnýjun í þingliði flokka hafa ætíð þótt tilefni til umræðu.  Einkum hafa fréttamenn fylgst náið með gengi kvenna í Sjálfstæðisflokknum og verið tilefni  miður vinsamlegra athugasemda, ekki síst úr röðum Samfylkingarfólks.  Nú sýna skoðanakannanir að konum í þingflokki Samfylkingar mun fækka um nær helming og endurnýjun í þingliðinu verður afar lítil. 

Það hefur hins vegar ekki þótt tilefni tíðinda í blöðum eða bloggsíðum!  

Í könnun  Fréttablaðsins í dag er Sjálfstæðisflokknum spáð 40.6% fylgi, sem er um 7% aukning frá kjörfylgi 2003 og gefur flokknum 27 þingmenn í stað 22 áður. 

Í hópi þeirra 27 þingmanna eru 10 konur, þar af 7  nýjar á þingi, en þó engir nýgræðingar því þær hafa mikla reynslu í atvinnulífinu og í stjórnmálum, sem sveitarstjórnarmenn og aðstoðarmaður ráðherra.  Konur í þingliði flokksins eru nú 7, en gangi skoðanakönnunin eftir verða þær 10.

Fjórir nýir þingmenn eru karlar, sem hafa mikla reynslu í atvinnulífinu og stjórnmálum, á sveitarstjórnarstigi og sem aðstoðarmenn ráðherra. 

Af þessum 27 þingmönnum sem flokknum er spáð eru þannig 11 nýjir þingmenn og einn fyrrum þingmaður.  40% af þingmönnum flokksins verða nýir.

Samt spyrjum við að leikslokum, en þetta er feiknalega öflugt lið sem skoðanakönnun Fréttablaðsins spáir að bætist við hóp reyndra þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Samfylkingu er skv. skoðanakönuninni spáð 15 þingmönnum, 10 körlum og 5  konum.  Konum í þingliði Samfylkingarinnar fækkar um 4.  Endurnýjunin felst í 2 reyndum sveitarstjórnarmönnum á miðjum aldri og einum fyrrum þingmanni. Endurnýjunin er 13.3%.

Kjósendur eiga ekki að vera í nokkrum vafa um hvor kosturinn er meira spennandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband