Međ sérsveitinni
19.4.2007 | 23:43
Sérsveitin sér um tómstundir fyrir fólk međ fötlun og hittist hópurinn á miđvikudagskvöldum og á sunnudögum.
Aldrei áđur hefur mér veriđ fagnađ međ eins miklum virktum, međ kossum, knúsum og fađmlögum á alla bóga. Samt ţekkti ég fáa!
Fyrst vorum viđ stjórnmálamennirnir međ stutta kynningu og síđan komu spurningar úr sal. Margt brennur á ţessum krökkum um búsetumál, atvinnumál, félagsmál og eigin fjármál. Skođanir voru skiptar og greinilegt ađ margir höfđu myndađ sér sterkar skođanir um hverja ţeir vildu styđja í kosningunum framundan. Einlćgnin og áhuginn lýsti úr andlitum ţeirra.
Einna eftirminnilegastur fannst mér ungur 26 ára strákur sem er nýfluttur á sambýli, ţar sem hann býr ásamt nokkrum félögum sínum. Viđ skulum kalla hann Val. Eins og honum fannst gott ađ vera hjá foreldrum sínum, fannst honum enn betra ađ búa sjálfstćtt og á eigin vegum í sambýli! Ég hef fylgst međ umbreytingu fólks í sömu sporum og ţau eru dásamleg! Hlakka til ađ sjá nýja íslenska mynd um ţetta efni, sem veriđ er ađ kynna.
Miklar breytingar hafa orđiđ í málefnum fatlađra á síđustu árum. Fjölmörg sambýli hafa veriđ byggđ og önnur á teikniborđinu. Hafi einhver veriđ í vafa um ţessa stefnu, hefđi hann átt ađ upplifa gleđi Vals yfir breytingum á lífi sínu. Hér erum viđ á réttri leiđ!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.