Biðlistar eftir hjúkrunarrými

Í grein sem birtist eftir mig í Fréttablaðinu í dag svara ég Guðríði Arnardóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar í Reykjavík vegna umræðu um ábyrgð flokksins á biðlistum eftir hjúkrunarými í Reykjavík

Í ferðum þingmanna um landið á vegum nefnda þingsins er lögð áhersla á að ræða við sveitarstjórnarmenn á hverjum stað.  Það hefur vakið athygli mína hve ötullega þeir halda á lofti umræðu um aðbúnað eldri borgara, þörf fyrir endurbætur á hjúkrunarheimilum þeirra eða stækkun.  

Þetta er í samræmi við skyldur þeirra skv. sveitarstjórnarlögum og lögum um málefni aldraðra, en sveitarfélög eiga að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu þegar hennar er þörf og bera ábyrgð á að skipa í þjónustuhóp aldraðra, sem hefur haft það verkefni að gera tillögur til sveitarstjórna um  öldrunarþjónustu og meta vistunarþörf aldraðra.

Í greininni segir ég m.a. eftirfarandi:

"Ábyrgð sveitarfélaga á að tryggja öldruðum stofnanaþjónustu þegar þeim brestur heilsa og þrek til sjálfstæðrar búsetu er því skýr. Þótt ríkið taki þátt í kostnaði við uppbyggingu öldrunarstofnana og greiðir stóran hluta af rekstrarkostnaði þeirra, er það á ábyrgð sveitarfélaga að meta þörf fyrir hjúkrunarrými. Þar liggja upplýsingar um þarfir íbúa fyrir samfélagslega þjónustu á hverjum tíma. Flest sveitarfélög landsins hafa gegnt þessari skyldu sinni með ágætum. Þegar í heildina er litið eru næg hjúkrunarrými hér á landi til að fullnægja þörf fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þeim er hins vegar misdreift um landið. Skortur á hjúkrunarrýmum er fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í Reykjavík.

Skv. lögum eiga sveitarfélög að leggja til 15% af byggingarkostnaði hjúkrunarheimila. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík brugðust borgaryfirvöld við skorti á hjúkrunarrýmum m.a. með byggingu Droplaugarstaða með 65% kostnaðarhlutdeild á árinu 1981 og Seljahlíðar með 100% hlutdeild á árinu 1986. Ekkert slíkt framtak átti sér stað í tíð R-listans til að bregðast við sama vanda. Hins vegar liggja nú þegar fyrir áætlanir um byggingu 400 hjúkrunarrýma á næstu árum að mestu á höfuðborgarsvæðinu.

Það er því ljóst að R-listinn sofnaði á verðinum í þau 12 ár sem hann sat við stjórnvölinn í Reykjavík. Því finnst mér ótrúlega djarft leikið af Samfylkingunni að slá upp auglýsingu um að flokkurinn vildi byggja 400 ný hjúkrunarrými á næstu 1 1/2 ári, þegar meginhluti vandans er á ábyrgð þeirra sjálfra! Hverra er „vanrækslusyndin"? Ég spyr! "

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Nákvæmlega  og vonandi að kjósendur fatti þá að kjósa ekki þessa sömu aðila yfir sig aftur þ.e. úr borginni og beint inn á Alþingi!

Vilborg G. Hansen, 19.4.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Já og Gleðilegt sumar Ásta.

Vilborg G. Hansen, 19.4.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Minni kjósenda er ekkert! Það virðast allir vera búnir að gleyma því, að það var Alþýðuflokkurinn undir forystu Sighvats Björgvinssonar þáverandi heilbrigðisráðherra, sem kom á tekjutengingu Almannatryggingabóta. 

Júlíus Valsson, 19.4.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband