Kjósendur vilja lækka tekjuskatt - auðvelt val.

Mogginn segir frá því í morgun að um 75% þjóðarinnar telji tekjuskatt á einstaklinga of háan, en hann er nú 35,72%.

Þetta er þvert á alla flokka, þótt ekki komi á óvart að minnstur stuðningur er meðal Vinstri grænna að lækka frekar skatta. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu árum lækkað skatta verulega. Hann er jafnframt eini flokkurinn sem hefur gefið það kosningaloforð að hann ætli að halda áfram að lækka skatta, bæði á fyrirtæki og einstaklinga, ekki síst tekjuskatta.  Þetta kemur skýrt fram í úttekt Viðskiptablaðsins í dag.   

Val 75% kjósenda sem vilja áframhaldandi skattalækkanir ætti því að vera nokkuð ljóst!

Hér á eftir er samantekt á skattalækkunum síðustu ára, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur staðið fyrir, undir forystu okkar sjálfstæðismanna.

  • Tekjuskattur einstaklinga lækkaður úr 25,75% í 22,75% og sérstakur tekjuskattur aflagður.
  • Persónuafsláttur gerður að fullu millifæranlegur milli samsköttunarfólks og hann hækkaður verulega..
  • Skattlagning fjármagnstekna einstaklinga samræmd í einu 10% skatthlutfalli  
  • Eignarskattur einstaklinga aflagður.
  • Erfðafjárskattur lækkaður í 5%, skattfrelsismörk hækkuð og skattflokkum fækkað.
  • Virðisaukaskattur á matvæli lækkaður úr 14% í 7% og vörugjöld af matvælum afnumin.
  • Iðgjaldagreiðslur launafólks í lífeyrissjóði undanþegnar tekjuskatti, allt að 8% af tekjum.
  • Tekjuskattur fyrirtækja lækkaður úr 33% í 18%.
  • Eignarskattur fyrirtækja aflagður.
  • Markvisst hefur verið komið til móts við fólk með lægri tekjur og efnaminni fjölskyldur, m.a. með hærri barnabótum, skattleysi húsaleigubóta, stórauknum rétti til fæðingarorlofs .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er þetta stafsetningarvilla hjá þér Ásta eða er ég ekki með - það er þá ekki í fyrsta skipti, en þú segir að þið hafið lækkað tekjuskattinn úr 25,75% í 22,75%? Það er eitt sem að ég- og fleiri reyndar- skil ekki það er afhverju endilega að lækka tekjuskattinn afhverju ekki að hækka skattleysismörkin og koma þannig virkilega til móts við fólk sem með lægstu launin?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.4.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Skattleysismörkin voru hækkuð nýlega, var það ekki?
Þetta er góð samantekt Ásta. Það er frábært að hægt sé að lækka helstu skattprósentur með þeim árangri með heildarskatttekjur aukist um leið.  Um að gera að halda áfram til að finna "break"-punktinn. 

Þorsteinn Sverrisson, 20.4.2007 kl. 18:52

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Rétt er að vekja athygli þingmannsins á að ríkisstjórnin stóð ekki við gefin loforð fyrir alþingiskosningarnar 2003 að lækka tekjuskattinn um 2%.Eitt af sviknu loforðunum.

Kristján Pétursson, 20.4.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvað segir þú um nyju skoðanakönnunina þar sem spurt var hvort menn héldu að lífskjör þeirra hefðu batnað síðustu ár. Athyglisverð niðurstaða. Eftir því sem tekjur eru lægri telja menn að lífkjör sín hafi ekki batnað og öfugt!

Högni! Er ekki verið að hygla þeim launahærri. Það er í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunarinnar!

Auðun Gíslason, 20.4.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú Auðun, enda er það yfirleitt fólk sem er með yfir 300 þúsund kr. í mánaðarlaun sem endilega vill lækka tekjuskattana en ekki hækka skattleysismörkin. En ég er ekki að borga 25,75% í tekjuskatt, hvað þá 22,75% svo annaðhvort er ég úti á túni með þetta og eins og ég áður seigi þá ekki í fyrsta skipti, eða þá að launagreiðandi minn er eitthvað að misskilja þetta. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.4.2007 kl. 15:16

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það var eins og ég svo sem vissi, af gamalli reynslu, ég var bara úti á túni með þessa skattprósentu, ég fór í smá rannsóknarvinnu og auðvitað er þetta alveg rétt með 22 prósentin ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir því að það sem daglegu tali er kallað staðgreiðsla saman stendur af meiru en tekjuskatti. Ók en einginn hér kunni við að útskýra þetta fyrir mér og skil ég það mjög vel, hvernig á maður að útskýra svona fyrir manni sem virðist við fyrstu sýn vera fullorðinn. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.4.2007 kl. 09:55

7 Smámynd: Ásta Möller

Sjálfstæðisflokkurinn stóð við gefin loforð um lækkun tekjuskatta .  Hann hefur verið lækkaður um þrjú prósentustig og ígildi fjórða stigsins fært yfir í sérstaka hækkun persónuafsláttar.  Það var framlag ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir endurskoðun samninga aðila á vinnumarkaði.   Þannig hafa skattleysismörk hækkað úr tæplega 70 þúsund krónum á mánuði 2003 í rúm 90 þúsund í ár, jafnmikið og nemur hækkun launavísitölu. Þannig að fullyrðing þín, Kristján, er ekki rétt. Við lofuðum 4% lækkun á tekjuskatti, hann var lækkaður um 3% og ígildi 1% fór í hækkun persónuafsláttar, sem hækkaði skattleysismörkin í rúm 90 þúsund.  Hækkun skattleysismarkanna kom ekki síst þeim tekjulægstu til góða.

Högni:  Það er rétt, það sem á vantar er útsvar sveitarfélaganna, sem er skv. ákvörðun hvers sveitarfélags fyrir sig og að hámarki um 13% ef ég man rétt. 

Kær kv. Ásta M 

Ásta Möller, 22.4.2007 kl. 12:21

8 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þessi listi er flottur en það væri nú ráð að afleggja erfðarfjárskatt, eins óréttlátur og hann er....

Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband