Sýklalyfjum ávísað að óþörfu

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni ræddi ég við Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um þá staðreynd að sýklalyfjanotkun hér á landi er allt að 40% meiri en annars staðar á Norðurlöndum.  Þessi mikla notkun á sýklalyfjum hefur jafnframt leitt til vaxandi ónæmis almennings gagnvart sýklalyfjum.  

Í umræðunni kom m.a. eftirfarandi fram í ræðu minni:

  • 80% af allri sýklalyfjanotkun er utan sjúkrahúsa, þar af meirihluti vegna öndunarfærasýkinga þar sem meðferð með sýklalyfjum er yfirleitt óþörf.
  • Mikill þrýstingur er á lækna að ávísa á sýklalyf við jafnvel smávægilegum sýkingum t.d. vegna miðeyrnabólgu, sem skv. leiðbeiningum landlæknis er ekki mælt með sýklalyfum sem fyrsta val í meðferð.
  • Sýklalyfjanotkun hefur aukist um 35% hjá börnum undir 5 ára aldri á síðustu 10 árum.
  • Mikill munur er á sýklalyfjanotkun milli landshluta, t.d er hún helmingi minni á Akureyri en í Reykjavík.
  • Sýklalyfjakostnaður er mikill í þjóðfélaginu og skipar hann fimmta sætið í heildarkostnaði vegna lyfjamála.

afnframt ræddi ég um leiðir sem stjórnvöld geta farið til að stemma stigu við ofnotkun á sýklalyfjum, sem er langt umfram það sem hægt er að sætta sig við, ekki síst þegar haft er hliðsjón af alvarlegum afleiðingum þessa, sem er lyfjaónæmi.  

Ítarlegri grein um ofnotkun á sýklalyfjum er á heimasíðu minni http://www.astamoller.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Góð grein hjá þér og ég er alveg sammála. Sýklalyf eru allt of oft gefin þar sem engin þörf er á þeim, eins og til dæmis við kvefi og flensu og þessum venjulegu umgangspestum, sem ónæmiskerfi líkamans myndi ráða við ef það fengi frið til þess. Enda er ónæmiskerfi margra sem ég þekki orðið mjög lélegt og ræður ekki við einföldustu bakteríur.

TARA, 28.2.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband