Stjórnarliðar á móti Framsókn?

Framsókn setti tillögu sína um stjórnlagaþing á oddinn í stuðningi sínum við minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar.

Það vakti hins vegar athygli í þinginu í dag að enginn stjórnarliði hélt ræðu um málið, en utanríkisráðherra og formaður þingflokks Samfylkingar fóru í stutt andsvör.

Framsóknarmenn fjölmenntu á hinn bóginn í umræðuna, en svo virðist sem þeim sé þegar ljóst að á brattann er að sækja.

Þannig gerir t.d. Hallur Magnússon, framsóknarmaður, sem er á leið í framboð til Alþingis, m.a. ráð fyrir því bloggsíðu sinni að „Sjálfstæðismenn og einhverjir Samfylkingarmenn reyni að kaffæra málið með vísan til kostnaðar" . 

Hann segir einnig:

„Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðismenn óttast fólkið og lýðræðið. Verst að hluti Samfylkingar og VG treysta þjóðinni heldur ekki til að kjósa sér stjórnlagaþing til að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá."

Lýsing hans á afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins er hins vegar ekki  rétt, eins og kemur m.a. fram í frásögn af ræðu Péturs Blöndal.  

Nú er spurt.  Skyldi þetta hafa einhver áhrif á stuðning Framsóknar við minnihlutastjórnina?


mbl.is Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband