Nýr sjúklingaskattur

Í gær gaf Ögmundur Jónasson út nýja reglugerð um greiðsluþáttttöku almennings í lyfjum, sem leiðir til 10% hækkunar á lyfjakostnaði almennings. Þetta þýðir að um 400 milljónir króna eru færðar úr vösum sjúklinga til ríkisins.

VG á móti 
Þetta er sérkennilegt ekki síst í ljósi þess að fyrir örfáum vikum, í umræðu um frumvarp til fjárlaga, fóru Vinstri grænir, með núverandi heilbrigðisráðherra í fararbroddi, hamförum í hneykslan sinni yfir þeirri ósvífu að hækka komugjöld í heilbrigðisþjónustu og innritunargjöld á sjúkrahús, en alls námu þessar hækkanir um 360 milljónum króna. Komugjöld höfðu ekki hækkað um langt árabil.

10% hækkun lyfjakostnaðar
Nú hefur Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra ákveðið að auka álögur á sjúklinga og hækka lyfjakostnað sjúklinga um 10%.

Röksemdir fyrir þeirri hækkun eru sambærilegar þeim sem þingmenn Vinstri grænna náðu ekki upp á nef sér í reiði sinni yfir í umræðu um fjárlögin í desember síðastliðnum. Greiðsluviðmiðun sjúklinga hafði ekki hækkað frá ársbyrjun 2001, en á sama tíma hækkaði vísitalan um 60%.

VG á móti hækkun gjalda í heilbrigðisþjónustu
Þetta eru mikil umskipti frá málflutningi Vinstri grænna fyrir nokkrum vikum, sem máttu ekki heyra það nefnt að hækka álögur í heilbrigðisþjónustu, sem þeir sjálfir kölluðu sjúklingaskatt.

Stolnar fjaðrir
Því til viðbótar má segja að reglugerð sem Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra kynnti í gær, var í meginatriðum efnislega sú sama og reglugerð sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra undirritaði 20. Janúar síðastliðinn og hafði verið í undirbúningi í ráðuneytinu um margra mánaða skeið, en það lét ráðherrann ógetið.


mbl.is Þingmenn karpa um fjaðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband