Hver vill taka áhættu á nýrri vinstri stjórn?
10.5.2007 | 12:08
Rifjum aðeins upp hvað vinstri stjórnir þýða fyrir stjórnun efnahagsmála og áhrif hennar á hag heimila og fyrirtækja í landinu.
Almenningur hefur ekki farið varhluta af efnahagsstjórn síðustu ára undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Kaupmáttur heimilanna, þ.e. tekjur eftir skatt, hefur aukist um 75% frá árinu 1995 til dagsins í dag og hagvöxtur hefur verið mikill. Skattar hafa verið lækkaðir á heimilin með lækkun tekjuskatts og hækkun persónuafsláttar, afnámi eignaskatta og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa gefið svigrúm til launahækkana starfsmanna..
Þetta vill fólk varðveita og halda áfram á sömu braut aukinnar velferðar fjölskyldna í landinu. 64% landsmanna vilja Sjálfstæðisflokkinn áfram við stjórnvölinn.
Hver vill taka áhættu á nýrri vinstri stjórn?
Saga vinstri stjórna á Íslandi er saga verðbólgu, aukinna ríkisútgjalda og skattahækkana á fjölskyldur og fyrirtæki í landinu.
Í bókinni "Frá kreppu til viðreisnar - Þættir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930-1960", sem kom út á síðasta ári í ritstjórn Jónasar H. Haralz, ritar Þórunn Klemensdóttir grein um "Pólítískar hagsveiflur á Íslandi 1945-1998". Þar greinir hún m.a. pólítísk áhrif hægri stjórna annars vegar og vinstri stjórna hins vegar á helstu kennitölur efnahagsstjórnunar hér á landi. Skv. skilgreiningu hennar eru hægri stjórnir þær sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að. Aðrar teljast vera vinstri stjórnir.
Í grein Þórunnar kemur m.a. fram að á umræddu árabili er verðbólga umtalsvert hærri í tíð vinstri stjórna eða 24,5% að meðaltali í samanburði við 15,1% þegar hægri stjórnir eru við völd. Frá 1998 hefur þetta meðaltal lækkað enn. Þá er greinilegur munur á útgjaldaaukningu ríkisins eftir hvernig stjórn er við völd eða 11.2% að meðaltali á ári hverju í tíð vinstri stjórna til samanburðar við 3,3% útgjaldaaukningu á ári í tíð hægri stjórna.
Fólk er oft fljótt að gleyma. Dæmin eru til að varast. Viljum við innleiða hagstjórn R-listans í Reykjavík í landsmálum, þar sem eyðsla umfram efni og óráðsía með fjármagn var megineinkenni valdatíma þess samkrulls? Viljum við upplifa sundurlyndi R-listans í Reykjavík í landsstjórnina?
Ég held ekki!
Ef kjósendur vilja að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiðandi afl í landsstjórninni næsta kjörtímabil, verður það einungis tryggt með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn næsta laugardag.
Athugasemdir
Barnalegur hræðsluáróður. Hver vill taka þá áhættu að framlengja líf stjórnar sem hefur misst stöðugleikann... aukið misskiptingu... lamað velferðarkerfið og svo framvegis..
Jón Ingi Cæsarsson, 10.5.2007 kl. 12:19
Eitthvað hefur áunnist á hvað.... 16 árum, vonandi. Meintur ávinningur varð ekki á fyrsta ári. Vinstri stjórn hefur aldrei setið í 16 ár svo það er auðvitað út í hött að segja að sama hefði ekki verið upp á teningnum þegar miðað er við sama tímabil.
Skattar hafa ekki lækkað, þ.e.a.s. þeir eru ekki komnir niður í það sem þeir voru fyrir tíð sjálfstæðisflokks og framsóknar. Þannig að skattlækkanir þær sem hrósað sér er af eru lækkanir á eigin hækkunum, en alltaf látið liggja að því að þannig hafið þið tekið við og sé ykkar tiltekt eftir hina. Þegar í raun þetta er tiltekt á eigin ruslaraskap.
En fyrir þá sem vilja að þeir lægst launuðu, öryrkjar og gamalmenni borgi fyrir þá brúsann og sé haldið í fátæktargildru, þá endilega kjósið sjálfstæðisflokk áfram.
krossgata, 10.5.2007 kl. 12:49
Vinstri stjórn, já takk!
Egill Harðar (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:28
Sjáum til - vil ég framlengja líf stjórnar sem er með efnahagsóstjórn og ofurkrónu að murka lífið úr mínu fyrirtæki, stjórn sem hefur ekki beðist afsökunar á Íraksklúðrinu og stjórn sem heldur að menn eins og Árni Johnsen eigi erindi á þing?
Ég haf alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn frá því ég fékk kosningarétt.
En ekki núna....
Púkinn, 10.5.2007 kl. 16:53
Gott mál og í anda þessarar færzlu
Þorsteinn Egilson, 10.5.2007 kl. 18:35
Mjög spes hvað sjálfstæðismenn eru alltaf fljótir að eigna sér allan heiðurinn af velgengni síðustu ára. Það vill bara svo til að það hefur verið uppsveifla í efnahagnum í flestum þróuðum löndum síðustu árin, sérstaklega miðað við níunda áratuginn sem er gjarnan kallaður "the lost decade" hvað varðar efnahagsþróun. Allir með einhverju viti vita að þó að tveir hlutir eigi sér stað á sama tíma þýðir það ekki endilega að þar sé orsakasamband þar á milli.
Eva Dögg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:02
Sæ ÁstaVil benda þér á "blogg" sem ég læt fylgja hér sem hugsanlega gæti nýst ykkur "kvótasetningarflokknum" til að bæta hag aldraðra. Veit að þér eru hugleikin málefni þeirra sem aldnir eru orðnir og efast ekki um að kvótsetning eins og þessi félli vel að skoðunum flokksins:"Kasta því hér fram til þeirra sem vilja kvótasetja allt, fiskveiðar, landbúnað og jafnvel fleiri atvinnugreinar. Hafa þetta eins og í gamla sáluga Sovét, að hvort það gæti ekki komið til álita að kvótasetja kynlíf. Hafa einhverja stjórn á öllum þessum ósköpum og helst þá að koma böndum yfir þá sem væru sérstaklega virkir í þessu. Mér dettur nú svona í hug að við gætum sett kerfið á þannig að þeir sem hefðu mestu reynsluna ættu mesta réttinn. Það hlýtur jú að vera þeir sem elstir eru og líklega lentir á elliheimilunum. Gamla fólkið er nú kannski ekki eins iðið við þetta og þeir sem yngri eru, þannig að það skapaðist framboð og eftirspurn. Gamla fólkið gæti selt eða leigt þennan rétt frá sér og kannski skapað sér einhverjar tekjur í ellinni. Kannski kominn lausn á fjárhagsvandræðum þeirra sem eldri eru og ef vel tækist til væri kannski hægt að leggja af ellilífeyrinni og spara þá í leiðinni útgjöld ríksisjóðs. Tala nú ekki um öll hliðaráhrifin sem gætu fylgt þessu, allan eftirlitisiðnaðinn og eftirlitsmennina sem væru að hlaupa á milli húsa og leita uppi lögbrjóta eða sjá til þess að öllum reglum væri framfylgt."Kveðja,Hagbarður
Hagbarður, 10.5.2007 kl. 21:58
Í fyrsta lagi er svona hræðsluáróður ekki hátt skrifaður hjá almenningi.
Hver vill taka áhættu á nýrri vinstri stjórn?
Ég tel það ekki vera mikla áhættu fyrir mig persónulega, ríkisstjórnarflokkarnir eru orðnir þreyttir og hvernig farið er með vald (sem gefið er í umboði þjóðar þinnar) er landi og lýð til vansa. Mig minnir að þú hafir haft stórar áhyggjur á því að forseti lýðveldisins myndi gefa út stjórnarmyndunarumboð, þú kallaðir það ógnun við lýðræðið ekki satt?
En fyrst þú ert svona mikill postuli lýðræðis verðuru að svara mér einu; hvar var lýðræðið þegar ákvörðun Davíðs og Halldórs var tekin um að kvitta upp á hinar Vígfúsu þjóðir? Hvar var lýðræðið eftir að Forseti hafði synjað fjölmiðlalögum um staðfestingu? Hvert hefur lýðræðislegt þrek Ríkisstjórnarinnar farið?
Því þegar allt kemur til alls, þá er það lýðræðinu í landinu fyrir bestu að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fái reisupassann
Sveinn Arnarsson, 11.5.2007 kl. 00:09
Áhættuna af vinstri stjórn ? Ég verð að segja eins og er að áhættan af Sjálfstæðisflokknum og Framsókn er mun meiri. Hverjar eru gjörðir ykkar gagnvart námsmönnum. Skattleysismörkin voru jú lækkuð og afgreiðslu námslána var breytt. Nei bíddu við. Það var gert að frumkvæði námsmannahreyfingarinnar, ekki ríkisstjórnarflokkana.
Við stuðluðum að sjálfsögðu að langvarandi friði og betri heimi með stuðningi við George W. Bush og innrásarinnar í Írak, það sýndi sig og sannaði að við virðum landslög og lýðræði með því að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðlsu um fjölmiðlafrumvarpið og með dómum hæstaréttar á störfum ráðherra. En það skiptir jú engu máli er það nokkuð þar sem að þetta er ekki vinstri stjórn. Hefðu það verið aðrir flokkar við völd þá hefðuð þið öskrað ykkur hás með kröfum um afsagnir og brot á leikreglum lýðræðisins; lýðræðis sem þið segist verja og hafa í heiðri.
Eins og ég kann mikið til vel við stefnumál Sjálfstæðisflokksins þá virðist því miður eins og þið séuð úr takti við raunveruleikann. Hagvöxtur er gott mál. En hann byggist ekki á gróða. Hann byggist á jafnvægi. Svo að ég vitni í vísindavef Háskóla Ísland:
"Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir auðvelda framleiðslu, aukið fjármagn safnast fyrir og vinnandi fólki fjölgar og verkkunnátta þess eykst. Mjög er þó misjafnt hversu ört þjóðarframleiðsla vex og mörg dæmi eru um að hún hafi dregist saman um tíma. Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundraðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er stundum talað um neikvæðan hagvöxt.
Stundum er miðað við landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu. Hagvöxtur er þá reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári til árs. Nokkur munur er á þessum tveimur stærðum. Þannig teljast til dæmis tekjur útlendinga af eignum og vinnu á Íslandi ekki til þjóðartekna Íslendinga en til landsframleiðslu Íslands. Á sama hátt teljast tekjur Íslendinga af eignum og vinnu erlendis til þjóðartekna Íslendinga en ekki til landsframleiðslu Íslands.
Mörg álitamál koma upp við útreikning þjóðar- eða landsframleiðslu og niðurstaðan er ekki einhlítur mælikvarði á það hve vel efnahagslíf þjóðar eða lands gengur. Við útreikninginn er til dæmis ekki tekið tillit til vöru og þjónustu sem ekki er seld á markaði, tekjuskipting er ekki skoðuð og ekki er athugað hvort efnahagslífið leggur óhóflegar byrðar á umhverfið."
Fullyrðing um stöðugan og aukin hagvöxt miðast s.s. við fyrirfram ákveðnar forsendur. Gefnar af ríkisstjórnarflokkunum.
Svona í lokin vil ég benda á ritgerð Þorvalds Gylfasonar um hagstjórn sem að nálgast má hérna.
Stöðugleikinn sem að þið reynið að sannfæra alla um að sé til staðar (og muni hverfa um leið og Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki við stjórnvölin) er í raun ekki jafn stöðugur og þið ýjið að.
Jón Hnefill Jakobsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 09:41
Vinstri stjórn. Endilega, látum jafnaðarmanna sjónamið ráð för . Mikið verður þá gott að búa á Íslandi. En að öðru las grein (sjá http://www.breidholtid.is/?id=96 )eftir þig þar sem þú talir um að tannskemmdir barna og unglinga hafi ekki aukist...... Abbabbaaa ..... hefðir þú lesið skýrsluna, sem þú vitnar í, til enda þá vissir þú betur. Ef þið haldið áfram að vera við völd þá verður ástandið enn vera eftir 4 ár.... Smá partur úr þessari skýrslu: Ef eingöngu er miðað við niðurstöður sjónrænnar greiningar nú virðast litlar breytingar hafa átt sér stað á tannheilsu 6, 12 og 15 ára barna og ungmenna undanfarin 10 ár en þegar niðurstöður röntgenskoðunar bætast við er ljóst að tíðni tannskemmda fer vaxandi og áhyggjuefni er hversu mikið er um að ekki sé gert við tannskemmdir (D3T) – bæði hjá 12 og 15 ára börnum og ungmennum.
Guðrún Jóna Jónsdóttir, 11.5.2007 kl. 13:32
Bendi á hérna að heilsa barna, þ.mþt. tannheilsa er ekki á ábyrgð stjórnvalda, heldur foreldranna. Þeir eiga að hafa eftirlit með matarræði og burstun tannanna hjá börnunum sínum. Ekki láta reka á reiðanum, og koma svo og heimta af skattborgurunum. Ég er öryrki og neita að skattarnir mínir fari í að borga tannlæknareikninga fyrir foreldra, sem hafa í flestum tilfellum 10falt hærri laun en ég.
Sjálfstæðisflokkurinn er flottur og megi hann halda áfram að hafa nóg störf í boði fyrir alla vinnufæra menn og konur á Íslandi.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 21:50
Ég tek undir hjá þér Sigrún Jóna, þar sem ég hef svo oft talað um að skemmdar tennur mundi ég flokka sem vanrækslu foreldra, svo að þeir sem hafa talað um að sé ríkinu að kenna hvernig tennur barnanna séu, það er bara út í hött að koma með þannig rugl.
Þú ert sú fyrsta fyrir utan mig sem ég sé koma með svona færslu varðandi tannvernd barna ...æðislegt.
Inga Lára Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.