Er VG að gefa eftir?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að öll samsett orð sem byrja á einka-  hefur verið eitur í beinum VG.    Jafnvel svo, að í hvert sinn sem það er nefnt í ræðu á þingi, sprettur einhver hinna fimm þingmanna flokksins upp og hefur upp raust sína í forakt.

Það á ekki síst við um Jón Bjarnason, þingmann VG í norð-vesturkjördæmi.

Í gær birtu læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala svör stjórnmálaflokkanna við ýmsum spurningum sem brenna á starfsfólki spítalans

Þá bregður svo við að nýr tónn er sleginn í svörum VG varðandi hugmyndir um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu. 

Spurt er:  Hver er afstaða flokksins til einkarekstrar eða útboða einstakra verkefna í heilbrigðisþjónustu ? (hér er ekki spurt um almannatryggingakerfið eða einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar).

Svar VG er eftirfarandi: "Það er grundvallarafstaða VG að jafn aðgangur allra borgaranna að heilbrigðiskerfinu sé mannréttindamál. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hefur til langs tíma tíðkast, bæði sem sjálfseignarstofnanir (líkt og mörg hjúkrunarheimilin) og sem einkastofur úti í bæ, hvort heldur er hjá læknum, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum eða öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. VG leggur ríka áherslu á að þegar um slíkan rekstur er að ræða sé hann á forsendum almannatryggingakerfisins og aðgangur sé jafn..."

Hér kveður við nýjan tón hjá VG, sem er ánægjulegt.  Ekki seinna vænna að VG átti sig á að einkarekstur er til í heilbrigðiskerfinu og að hann sé góður valkostur fyrir alla aðila.

  • Fyrir sjúklinga með bættu aðgengi m.a. minni biðtíma og fjölbreyttari og betri þjónustu.
  • Fyrir starfsmenn með meira sjálfræði í skipulagningu starfa sinna og aukinni starfsgleði
  • Fyrir ríkissjóð með betri nýtingu fjármuna og skilvirkara eftirlitskerfi.  

Það er alla vega ljóst að VG er að linast í andstöðu sinni við samsett orð sem byrja á einka-.

Þeir eru meira segja opnir fyrir hugmyndum um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu að tilteknum forsendum uppfylltum.  Þær forsendur sem fram koma hér að ofan stríða ekki gegn hugmyndum okkar sjálfstæðismanna, nema síður sé. 

Þetta er alla vega byrjunin hjá VG

En spurningin er:  Veit Jón Bjarnason af þessu!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Enda ógnun við lýðræðið!

Auðun Gíslason, 5.5.2007 kl. 11:07

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ætli einkavæðing heilbrigðiskerfisins muni nýtast Guðmundi Jónssyni vel?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 5.5.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kæra Ásta Möller. Fjarvera þín frá þessu máli er orðin æpandi ljós. Mér persónulega læíst alltaf vel á fólk sem þorir að mæta áskorunum og takasta á við þær þó þær séu óþægilegar. Gefur mér traust og trú á að viðkomandi sé í alvöru að vinna og gera eins vel og honum er unnt. Mætir fólkinu sem hann/hún er í forsvari fyrir og leitar raunverulegara lausna. Kannski finnst þér ekki gott að fara með heilbrigðismálin niður á svo persónulegt plan..en trúðu mér heila er mjög dýrmæt og persónuleg fyrir alla sem þetta land byggja. Og það skiptir máli hvernig að þeim málum er staðið. Þess vegna erum við nokkuð mörg sem bíðum í ofvælni eftir mannlegri ot sterkari viðbrögðum við máli Guðmundar. Kannsk af því að við eigum æattingja. vini eða einhverns em okkur þykir væntum sem er í sömu stöðu. Stattu nú upp Ásta og þorðu að vera stjórnmálakona sem þjóðin veill eiga að í heilbrigðismálum. Sem við getum treyst og sem þorir að takast á við vandann..líka þegar hann er svona persónutengdur. Samfélag er nefninlega ekkert annað en fólkið sem það byggir með öllum sínum kostum og föllum. Við viljum sjá fólk sem þorir í þetta mannlega og kann að bregðast við neyðarópi manns sem kemst ekki lengra sjálfur. Eigðu góðan dag.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Biðst afsökunar á stafsetningunni í fyrra innleggi mínu þar sem það var bara farið áður en ég gat lesið yfir. heila á auðvitað að vera heilsa og hitt skýrir sig vonandi sjálft.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband