Áfram um rangfærslur Samfylkingar um tannheilsu
27.4.2007 | 10:59
Í gær skrifaði ég um rangfærslur Samfylkingar í auglýsingum um tannheilsu íslenskra barna.
Í rannsókn Munnís, sem Samfylkingin er sennilega að nota kemur fram að rannsóknaraðferðir til að meta tannheilsu barna voru ólíkar og ekki sambærilegar í rannsókninni 1996 og 2005.
Annars vegar var tannástand metið sjónrænt og hins vegar með hjálp röntgentækja. Þetta er ekki sambærilegt.
Enda segja skýrsluhöfundar eftirfarandi:
"Undirstrikað er mikilvægi þess að önnur og nákvæmari aðferð er nú notuð við greiningu á tannátu en í fyrri rannsóknum, auk þess sem röntgenmyndir gera greiningu á skemmdum á hliðarflötum tanna betri. Því liggja nú fyrir mjög áreiðanlegar upplýsingar um tíðni tannátu hjá íslenskum börnum og ungmennum þó upplýsingarnar séu ekki algerlega samanburðarhæfar við niðurstöður fyrri rannsókna á tannátu hérlendis."
Hér er súlurit sem birt er í skýrslunni og sýnir raunverulegar niðurstöður könnunarinnar, þar sem fyrri súlan 2005 er sambærileg við rannsóknir fyrri ára.
Þetta súlurit segir allt sem þarf!
Meðalfjöldi skemmdra, fylltra og tapaðra fullorðinstanna hjá 15 ára börnum - D3MFT
Athugasemdir
Var að lesa bloggið þitt í fyrsta sinn:) Gott að hafa fólk sem fylgjast með og er með hlutina á hreinu:)
Bjarki Tryggvason, 27.4.2007 kl. 11:23
Af hverju er verið að halda svona fast fram að tannheilsa fari svona mikið versnandi ef það er ekki rétt ? Er þetta samkeppnismórallinn fyrir kosningar ? En ef ég er að lesa rétt út úr þessu súluriti, lítur þetta þá eitthvað svo illa út Ásta ?
Svo annað sem ég get bætt við varðandi vanræksluathugasemdina mína í gær, þá hef ég séð börn koma inn í sjoppur með foreldrum á laugardegi og keypt óheyrilega mikið magn af salgæti í poka. Ég hafði nú óvart orð á því eitt sinn, sagði eitthvað á þá leið hvort að barnið væri svona "heppið" að fá þetta allt ? og móðirin svaraði því játandi..... en sá örugglega hvað mér var brugðið þegar ég spurði af því.
Kveðja Inga
Inga Lára Helgadóttir, 27.4.2007 kl. 14:53
Sagt að segja hef ég aldrei borðað eins mikið af sætu, áður þegar búseta mín var erlendis þar sem ég er fæður og uppalin. Svo Er það annað. Tanheilsa og munhól eru heldur spegill í þjóðfélag. Góður tanlæknir getur fundin út annað en mun sjúkdóm með því að skoða það vel.
Andrés.si, 28.4.2007 kl. 03:18
Gott ad thu birtir thessa toflu. En mer virdist thu ekki ryna nogu vel i hana!.
Skodum bara DT (graa hluta sulunnar): tha sjaum vid ad skemmdir fara minnkandi fra 1986 til 1996. En nu a theim tima thegar fjarframlog til tannlaekninga barna hefur verid fryst, ma sja ad 2005 (sjonraent) eru skemmdir ad aukast aftur.
Thannig ad krakkar sem eru med skemmdar tennur (ekki fylltar og ekki urdregnar), og hafa ekki efni a ad lata laga, fer fjolgandi.
Hvernig skyrir thu thad ut? Tolurnar tala synu mali og thad thydir ekki sla ryki i augu almennings.
Gisli
Gisli (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 17:06
Gott ad thu birtir thessa toflu. En mer virdist thu ekki ryna nogu vel i hana!.
Skodum bara DT (graa hluta sulunnar): tha sjaum vid ad skemmdir fara minnkandi fra 1986 til 1996. En nu a theim tima thegar fjarframlog til tannlaekninga barna hefur verid fryst, ma sja ad 2005 (sjonraent) eru skemmdir ad aukast aftur.
Thannig ad krakkar sem eru med skemmdar tennur (ekki fylltar og ekki urdregnar), og hafa ekki efni a ad lata laga, fer fjolgandi.
Hvernig skyrir thu thad ut? Tolurnar tala synu mali og thad thydir ekki sla ryki i augu almennings.
Gisli
Gisli (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.