Hvers vegna eiga konur að taka þátt í stjórnmálum?
5.3.2009 | 16:57
Þessi frétt gladdi mig sérstaklega.
Svo vill til að ég er einn af fjórum fulltrúum vestrænna ríkja í framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins, IPU. Var kosin í stjórnina í apríl á síðasta ári og vann þar þýskan þingmanna með nokkrum yfirburðum. Er ég annar þingmaður frá Íslandi sem hefur verið kjörin í framkvæmdastjórnina í yfir eitt hundrað ára sögu samtakanna. Hinn er Geir H Haarde.
Þessi samtök leggja sérstaka áherslu á að jafna hlutföll kynjanna í stjórnmálum og hafa látið gera rannsókn um viðhorf karla og kvenna sem gegnt hafa þingstörfum og er hún um margt áhugaverð. Þannig mæta konur og körlum mismunandi þröskuldum til að taka þátt í stjórnmálum og áherslur þeirra eru mjög ólíkar.
Hér má finna tengil á þessa rannsókn: http://www.ipu.org/PDF/publications/equality08-e.pdf
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru ein bestu rök fyrir því hvers vegna konur jafnt og karlar eiga að taka þátt í stjórnmálum.
Metfjöldi kvenna á þingi í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þú ætlar bara að bjóða Sjálfstæðismönnum, og þjóðinni, upp á þig, enn eitt kjörtímabilið, og telur þá, væntanlega, að þú berir enga ábyrgð, frekar en hinir frjálshyggju-frömuðirnir. Siðblindan er algjör. Þú tilheyrir Gamla Íslandi og ættir að sjá sóma þinn í því að hætta og þekkja þinn vitjunartíma.
Dexter Morgan, 5.3.2009 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.