Hringingar, opnun og lestur passíusálma

Dagurinn í dag var fjölbreyttur.  Byrjađi daginn á klippingu, en fór síđan á fund stjórnar ţingflokks sjálfstćđismanna ţar sem dagurinn í ţinginu var rćddur og skipulagđur frá okkar hendi.   Ţar voru mćtt  auk mín, Geir, formađurinn okkar og Arnbjörg ţingflokksformađur, auk Árna Helgasonar framkvćmdastjóra ţingflokksins. Síđan vann ég á skrifstofunni minni viđ skriftir, skipulagningu og símtöl til kl. 12, en ţá var ţingfundur settur.  

Um kl. 13 skaust ég í mat og fór síđan upp á kosningaskrifstofu til ađ funda um auglýsingamál. Nú gildir ađ nýta hvern eyri sem  best til kynningar.  Tók síđan nokkur símtöl, en um kl. 16 var ţingflokksfundur í Alţingishúsinu.  Náđi síđan ađ stoppa smá stund viđ opnun kosningaskrifstofu Jóns Magnússonar í Síđumúla ( á móti versluninni Álnabć, eins og Jón sagđi!)

Klukkan 18 átti ég ađ vera mćtti í Grafarvogskirkju til flytja 6. sálm Passíusálma, en Sr. Bjarni Ţór hefur leitađ til okkar ţingmanna síđustu ár í ţví skyni og hafđi ég mikla ánćgju af ţví. Ţar hitti ég konu sem ég kannađist viđ og hún vildi afhenda mér bréf, sem hún og gerđi.  Á blađinu var vísa eftir Sigurđ Jónsson, sem hann orti til mín.  Ég kannađist reyndar viđ konuna og kom í ljós ţegar viđ rćddum saman ađ hún hefđi unniđ lengi í Reykjavíkurapóteki. Ţangađ hafđi ég oft komiđ sem krakki međ Elínu Soffíu ćskuvinkonu minni, en pabbi hennar var lyfjafrćđingur ţar.  Ţar fengum viđ stundum apótekaralakkrís og ég mundi eftir andliti konunnar eftir öll ţessi ár.  Ég er mjög glögg á andlit, en er ekki eins klár á ađ muna hvađan ég ţekki fólk, hvađ ţá nöfn ţess.  

Kvöldiđ fór í símtöl og fundi á kosningaskrifstofunni, en starfiđ ţar er ađ fara í gang.  Bauđ vinnandi fólki ţar upp á kjúklingasalat sem var útbúiđ á stađnum.  

Ásta Möller

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband