Staksteinar í dag.

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag, sem er sennilega víðlesnasti dálkur blaðsins segir m.a. eftirfarandi undir fyrirsögninni: 

"Uppgjör við framtíðina?

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sækjast eftir endurkjöri, eru byrjaðir að viðurkenna ábyrgð sína og flokksins á bankahruninu, a.m.k. að hluta til.

Ásta Möller sagði á Alþingi í gær. " Við vorum sjálfumglöð og sjálfsörugg og veittum ekki aðvörunarmerkjum athygli sem skyldi. Ég á minn þátt í þessu andvaraleysi sem við höfum gert okkur sek um (...) Fyrir sjálfa mig þykir mér það miður og hef beðist afsökunar á því."
Bjarni Benediktsson, sem alla líkur eru á að verði formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Sjónvarp mbl.is í gær: "Ég er sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á ýmsu af því, sem hefur ekki lánast nógu vel hjá okkur á undanförnum árum."

Bjarni og Ásta bentu réttilega á að talsvert vantar upp á að í öðrum flokkum, sem verið hafa við stjórnvölinn undanfarin ár, fari fram svipuð umræða og sú, sem nú fer fram í Sjálfstæðisflokknum."...."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Of lítið, of seint... (ekki meint persónulega um þig, heldur flokkinn í heild)

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eitt er að biðjast afsökunar og fá örlítin frið, en höfum við efni á og tíma til fyrir sama fólkið sem brást og láta reyna á ný á traustið sem við kusum fyrir ekki svo löngu

Jón Snæbjörnsson, 4.3.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, setjum frekar x við L

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband