Eitt frumvarp að lögum á 4 vikum
28.2.2009 | 10:24
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kennir sig við aðgerðastjórn. Miðað við orðaflauminn mætti halda að víðtækar ráðstafanir hafi verið gerðar og mörg lög samþykkt á síðustu vikum til að bæta hag heimilanna og fyrirtækjanna.
Svo er þó ekki.
Á þeim fjórum vikum sem hún hefur starfað hefur aðgerðastjórnin" einungis afgreitt ein lög frá Alþingi. Það eru lög um Seðlabanka Íslands. Það má sannreyna á heimasíðu Alþingis http://www.althingi.is/ á lista yfir nýsamþykkt lög. Nú vill ríkisstjórnin leggja allt kapp á að koma á breytingum á kosningalögum og breytingum á stjórnarskrá á þeim um 2 vikum sem eftir eru af þinginu. Eru það brýnustu málin í samfélaginu í dag? Mun það hjálpa heimilunum og fyrirtækjunum í landinu?
Aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar í þágu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu láta á sér standa. Engin ný frumvörp hafa verið lögð fram, sem ekki voru þegar ákveðin í tíð fyrri stjórnar.
Þetta framtaksleysi og ranga forgangsröðun er hrópandi.
Þá hafa ýmsir spurt. En hvað gerði fyrri ríkisstjórn? Fyrir liggur samantekt sem fyrri ríkisstjórn lét gera byggða á upplýsingum úr öllum ráðuneytum um aðgerðir og ráðstafanir til að bregðast við bankahruninu og afleiðingum þeirra. Hér er tengill á þennan lista um 100 aðgerðir fyrrum ríkisstjórnar á 100 dögum: http://xd.is/?action=grein&id=15993.
Ásta Möller
Athugasemdir
Heyr heyr Ásta!! Þessi nýja ríkisstjórn virðist full af stórum orðum sem hljóma bara svona "blablabla", en ekkert gerist. Þetta eina frumvarp sem gert hefur verið að lögum sýnir algjörlega þeirra forgangsröðun, en nú verður fróðlegt að sjá..... Jóhanna sagði jú að forsenda efnahagsaðgerða nýrrar ríkisstjórnar, væri að koma Davíð úr Seðlabankanum, svo nú HLJÓTA þau að fara að láta verkin tala. Svo hafa þau nú ágætis undirbúningsvinnu gömlu ríkisstjórnarinnar til að byggja á, svo þetta ætti nú að vera leikur einn fyrir þau, er það ekki??
Lilja G. Bolladóttir, 28.2.2009 kl. 12:12
Ég er ekki alveg sannfærður um að gæði ríkistjórna megi mæla með því hvað þær leggja fram mörg frumvörp. Mörg frumvörp hefðu betur aldrei komið fram.
Sigurður Þórðarson, 28.2.2009 kl. 22:39
Sammala Sigurði, mer finnst ekki sama magn og gæði. Þessi rikisstjorn er buin að koma meiru i verk a einum manuði en siðasta rikisstjorn a fjorum manuðum (þratt fyrir framsokn).
Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 01:53
Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.
Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register
Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.