Falsvonir ráðherra?

Í umræðu um heilbrigðismál á Alþingi í dag kom staða St. Jósepsspítala í Hafnarfirði til umræðu. 

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi spítalans, en sagði síðan í dag að spítalinn færi undir væng LSH eða eins og hann orðaði það: "...þar sem starfsemin á Sankti Jósefsspítala og starfsemi Landspítalans verði samhæfðar með það í huga að tryggja framtíð Sankti Jósefsspítala."

Það hefur verið bent á að rekstur St. Jósepsspítala í Hafnarfirði er dýrari en efni standa til og alveg ljóst að LSH sem er undir mikilli kröfu um hagræðingu myndi varla geta réttlætt það að halda úti starfsemi í Hafnarfirði, ef það væri hægt að gera það með hagkvæmari hætti á LSH:  Það væru alla vega einkennilega skilaboð.  Er heilbrigðisráðherrann að gefa falsvonir og er hann að víkja sér undan erfiðum ákvörðunum.

Í skýrslu ríkisendurskoðunar um spítalann frá árinu 2007 sem vísað er til í greininni segir m.a. eftirfarandi:

 „Gerð  (er) athugasemd við það að spítalinn tryggi læknum, ... full laun í veikindum og greiði í námssjóð þeirra. Þar sem læknarnir eru allir verktakar við stofnunina og starfa flestir hjá eigin einkahlutafélögum verður að telja þessi ákvæði mjög óeðlileg og ekki í neinu samræmi við þau kjör sem almennt gilda í samskiptum verktaka og verkkaupa." 

Viðmiðunarlaun læknanna í veikindaleyfi er reyndar látið ógetið.

Í umræðunni í dag sagði ég m.a. eftirfarandi um málið:

"Það er einnig eftirtektarverðar upplýsingar sem koma fram í athugasemdum ríkisendurskoðunar um samninga við lækna á sjúkrahúsins, þar sem svo virðist sem þar sé ruglað saman einkarekstri og opinberum rekstri með þeim hætti sem ekki er hægt að verja. ...Svona fyrirkomulag þar sem skipulag vinnu hyglir einni fagstétt umfram aðra og jafnvel á kostnað annarra er gamaldags og úrelt fyrirkomulag. Ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort hann ætli að standa vörð um það.

Í mínum huga skiptir rekstrarform í heilbrigðisþjónustu ekki máli.  Stjórnvöld eiga að geta valið það eftir því sem henta þykir á hverjum stað og hverjum tíma með hliðsjón af gæðum þjónustunnar og hagkvæmni í rekstri.  Hins vegar verð ég að segja að vitlausasta rekstrarform í heilbrigðisþjónustu er þegar blandað er saman einkarekstri og opinberum rekstri, eins og gert er á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði.  Úr slíkri samsuðu geta skattborgarar ekkert annað en tapað, eins og kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar, jafnvel þótt þjónustan á spítalanum sé góð, er hún of dýru verði keypt." 


mbl.is Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála þér um að skilja ber að einkarekstur og opinberan rekstur. Það er eins og núverandi ríkisstjórn sé haldin eins konar þrjóskuröskun?
Góð úttekt á flóknu máli.

Júlíus Valsson, 19.2.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Billi bilaði

Þreifst þetta kerfi ekki undir ykkar stjórn? Og eina svar ykkar var að leggja alla stofnunina niður í stað þessa að laga sjálfgræðisfyrirkomulagið?

Mér fannst reyndar ómaklegt af Ögmundi að segja að Guðlaugur hefði ekkert  gert - en ég vorkenni ykkur ekkert sem aldrei kunnið að skammast ykkar.

Svei ykkur.

Billi bilaði, 19.2.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Gerður Pálma

Millivegur í hverju málefni og ekki hvad síst í heilbrigðismálum sem snertir hvern einasta þegn í landinu.
Reynslan hefur sýnt að ríkisrekstur er ekki endilega besta rekstrarformið, ríkisrekstur hefur í för með sér lokaðar dyr, óábyrðar ákvarðanatökur í skjóli pólitískra afla, algjöra láglaunastefnu sem sýnir algjörlega vanvirðingu á þeirri óeigingjörnu vinnu sem hjúkrunarstéttin hefur lagt til alla tíð. 
Einkarekstur býður heim hinum mannlega ´gróðabreysklega´þó svo að það sé engan vegin algilt.
Eins og með hvern annan ´business´ það ætti að vera hægt að setja saman hóp sérfræðinga á hvorutveggja rekstarsviði sem og lækna- og hjúkrunarsviðs, gera rekstraráætlun og rekstrarform sem taka það besta úr báðum geirum. Einkarekstur er alls ekki alltaf með gróðasjónarmið sem slík að markmiði, oft er einkarekstur eina formið til þess að vinna að hjartans áhugamáli og geta beitt þeim aðferðum sem best eru í boði á hverjum tíma.
Við verðum að læra að vera sveigjanlegri og átta okkur á verðmætum og aðferðum hvers verkefnis.  Persónulega ofbýður mér þau laun sem sérfræðingar hafa fyrir þjónustu á St Jóseps spítala. En mér ofbýður að þið á þinginu skulið ekki vera málefnalegri og koma með tillögur til bættra vinnubragða og þakklæti til þeirra sem vinna í heilbrigðisgeiranum með því að bæta vinnuaðstöðu og tryggja góð laun.  Hættið þessum viðbjóðslega flokkaværingum, látið sjá að hagur landsmanna standi ykkur næst.

Gerður Pálma, 19.2.2009 kl. 18:49

4 Smámynd: Ásta Möller

Sæl Gerður og takk fyrir innlitið.  Býð þér að lesa ræðuna um heilbrigðismál sem ég flutti á Alþingi í dag. Þú metur síðan hve málefnaleg hún er.  Tengill er hér:

http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20090219T111923.html

Ásta Möller, 19.2.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Benedikta E

JÁ  - Billi bilaði - þú stendur undir nafni -  það er meira en margir gera !!!

Benedikta E, 20.2.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Gerður Pálma

Kaera Ásta, thakkir fyrir ad senda mér linkinn á raeduna thina sem ég las ítarlega.

Hvers vegna er nidurskurdur eina tillagan til breytinga, hvers vegna er blandad rekstrarform ekki til skodunar. Hvers vegna er okkar frábaera, fagmannlega heilbrigdiskerfi ekki skodad sem stórkostlegt atvinnutaekifaeri. 

Vid búum yfir frábaerri laeknathjónustu og getum bodid uppá'sérfraedithjónust á ýmsum svidum. 

Nýta '' fullkomnustu skurðstofu landsins, sem er á Suðurnesjum, í stad thess ad láta hana vera ónotaða til framtíðar. '

Thad er haegt ad skapa ómaeld atvinnutaekifaeri i heilbrigdisgeiranum,

Lýtalaekningar, frjóvgunaradgerdir, baráttu vid obesity, ofnaemissjúkdómar o.fl.  listinn er óendanlegur. 

Hefur verid gerd alvarleg úttekt á moguleikum í thessa átt?

Ef okkur vantar fleiri sérfraedinga eigum vid nóg húsnaedi til thess ad bjóda uppá, somuleidis húsnaedi fyrir umonnunartjónustu fyrir vidkomandi sjúklinga/gesti.

Ég skrifa thetta án sérfraedithekkingar á moguleikum, en til thess ad benda á ad their eru tharna, thad er okkar ad nyta tha.  Thu ert málefnaleg, kraftmikil og ég held mjog haef, hvernig vaeri ad beina kraftinum í adra átt en beinan nidurskurd, sparsemi og nýtni fara oft langt.

Vid Íslendingar erum ekki sparsom thjód, og berum ekki mikla virdingu fyrir allsnaegtunum sem vid hofum lifad vid, en thad má laerast.

Their adilar sem hugdust koma ad rekstri sjúkrahussins á Sudurnesjum hljóta ad geta komid upp thar ágaetum rekstri ef vidskiptaáaetlunin er hugsud med sameiginalega hag thjódarinnar fyrir augum. Ef sameiginlegir hagsmunir eru synilegt takmark er samvinna mjog líkleg.

Gerður Pálma, 2.3.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband