Furðuleg afstaða
13.2.2009 | 18:29
Þetta var furðuleg afgreiðsla hjá meirihluta viðskiptanefndar í morgun. Ég sat þann hluta af fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun þar sem þessi málsmeðferð var m.a. rædd .
Seðlabanki Evrópu vildi veita umsögn
Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðum formlega eftir að fá umsögn frá Seðlabanka Evrópu um frumvarpið, en í gögnum nefndarinnar lá afrit af samskiptum frá tilteknum starfsmanni hjá Seðlabanka Evrópu sem hafði borist til skrifstofu forsætisráðherra þar sem boðist var til að bankinn gæfi umsögn um málið.
Meirihlutinn hafnaðiÞessu hafnaði meirihluti viðskiptanefndar, með þeim rökum að ekki væri hefð fyrir því að leita til erlendra aðila um umsagnir í málum sem liggja fyrir Alþingi, slík ósk myndi tefja málið og að það gæti þýtt að einnig þyrfti að leita umsagnar seðlabanka um víða veröld. Ég gef lítið fyrir þessi rök og lét bóka að þar sem íslenskt fjármálaumhverfi væri byggt á lögum sem hefðu uppruna í evrópski löggjöf væri mikilvægt að fá umsögn Evrópska seðlabankans á frumvarpinu, sem hefði sérþekkingu á málinu.
Yfirlýsing Birgir ÁrmannssonarÞví til viðbótar hefur Birgir Ármannsson samþingmaður minn sent eftirfarandi athugasemd til fjölmiðla í kjölfar fréttar ríkisútvarpsins um málið í kvöldfréttum
Vegna fréttar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins kl. 18 vil ég taka eftirfarandi fram:Í frétt RÚV var réttilega greint frá því að inn á aukafund í viðskiptanefnd Alþingis í morgun bárust skilaboð um að Evrópski seðlabankinn (ECB) væri reiðubúinn að gefa umsögn um frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni töldu sjálfsagt og eðlilegt að leita eftir þessari umsögn, enda er mikilvægt að við afgreiðslu málsins í nefndinni komi fram álit sérfróðra aðila, innlendra sem erlendra, á efnisatriðum frumvarpsins. Meirihluti nefndarmanna, fulltrúar VG, Samfylkingar og Framsóknarflokksins höfnuðu hins vegar tillögu sjálfstæðismanna um þetta og báru því einkum við að ætlunin væri að vinna málið hratt og því gæfist ekki tími til að bíða eftir þessari umsögn. Sjálfstæðismenn óskuðu þá eftir því að eftir því yrði leitað að ECB skilaði umsögn innan fárra daga, enda væri hvort sem er ljóst að talsverð vinna væri eftir við þetta mál innan nefndarinnar. Ekki var heldur á það fallist af hálfu meirihluta nefndarinnar.Þessi sérkennilega afgreiðsla meirihluta viðskiptanefndar veldur vonbrigðum, enda er ljóst að innan ECB er að finna verulega sérþekkingu á löggjöf um seðlabanka, sem eðlilegt hefði verið að nýta við meðferð þessa frumvarps.Með vinsemd og virðingu,Birgir Ármannsson,alþingismaður og nefndarmaður í viðskiptanefnd.Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki að furða að fólk hafi mikla trú á pólitíkusum. Nú kvartar íhaldið yfir því að Samfylkingin hlusti ekki á Seðlabanka Evrópu! Ég hélt að þeir væru svo ánægðir með Seðlabanka Íslands að ekki þyrfti að leita út fyrir landsteinana.
Guðmdundur (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:30
Ásta - það var nú varla hægt að búast við að Samfylkingin tæki boði Evrópska seðlabankans fagnandi - þetta bré var náttúrulega - algjört kjaftshögg fyrir ríkisstjórnina og forsætisráðherran sérstaklega!!!
Benedikta E, 14.2.2009 kl. 02:05
Sjálfstæðisflokkurinn tekur hugsanlega upp þá vinnureglu að leita álits tvist og bast - við lagasmíð!
Ég er nú orðinn sérfræðingur í því hvernig á að greiða af íbúðarláni sínu, rafmagni, hita, síma og mat handa börnum á einum atvinnuleysisbótum.
Er ævinlega til þjónustu reiðubúin til að gefa ykkur upplýsingar og ráð, varandi kjör almennings í þessu landi. Sjálf hef ég háskólamenntun eins og þú - hef alla tíð unnið tvöfaldan vinnutíma og lagt höfuð kapp á að mennta börnin mín - en Ásta - ég hef hvorki kosið þetta ástand yfir mig né valdið því á nokkurn hátt!
Segi hér og nú - vera má að þið alþingismenn og þá sérstaklega þingmenn Sjálfstæðisflokks séu stoltir af verkum sínum, þá og nú. Ég gæti aldrei orðið því stolta fólki sammála. Staðan í dag er bara eitthvað sem ekki er hægt að breiða yfir.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.2.2009 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.