Mannekla í hjúkrun

Mikið er rætt um skort á starfsfólki í hjúkrun á heilbrigðisstofnunum.  Í starfi mínu sem formaður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994-1999 vann ég m.a. skýrslu um manneklu í hjúkrun, en ný skýrsla um sama efni kom út nýverið.

Ég skoðaði þessi gögn og satt að segja kom mér þróun síðustu ára á óvart.  Þessar upplýsingar koma m.a. fram í grein sem ég skrifaði og birt er í Morgunblaðinu í dag.   Þar kemur m.a. fram að nemendaplássum á 1. ári í hjúkrunarfræði hefur fjölgað um 65% frá árinu 2002, úr 97 í 158 við hjúkrunarfræðideild HÍ og heilbrigðisvísindadeild HA:

Á síðustu árum hefur hjúkrunarfræðingum fjölgað verulega. Þegar bornar eru saman skýrslur NOMESKO, norrænu heilbrigðistölfræðinefndarinnar frá árinu 1996 og 2004 kemur fram að starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi hefur fjölgað verulega milli áranna 1996 og 2004 eða farið úr 516 hjúkrunarfræðingum á hverja 100 þúsund íbúa í 863 á hverja 100 þús. íbúa. Þetta er töluverð fjölgun á ekki lengri tíma og samsvarar rúmlega 1000 nýjum hjúkrunarfræðingum.

Með þessari fjölgun er fjöldi hjúkrunarfræðinga á hverja 100 þúsund íbúa mun nær því sem gerist á hinum Norðurlöndunum en áður var, þar sem fjöldinn er nú á bilinu 896-1495 hjúkrunarfræðingar/100 þús. íbúa.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar "Spá um þörf fyrir vinnuafl í heilbrigðiskerfinu", sem gefin var út í desember 2006, segir að útskrifa þurfi milli 130 og 140 hjúkrunarfræðinga á ári til að mæta vinnuaflsþörf. Fjöldi nemenda í hjúkrunarnámi nú virðist geta mætt þessari vinnuaflsþörf og vel það, ef marka má spá Hagfræðistofnunar. Á næstu 10 árum mun hjúkrunarfræðingum fjölga um 1400, með fyrirvörum um brottfall, en þess ber jafnframt að geta að eftir 5-15 ár munu stórir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á lífeyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 0

Endilega kynntu þér málin í hnotskurn á.

http://sognbuinn.blog.is

Góða skemmtun.

kv.

Guðmundur Þórarinsson. 

0, 10.5.2007 kl. 01:58

2 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Nýjustu fréttir herma að allir stjórnendur við Landspítalann þurfi að sinna hjúkrun í sumar vegna þess hve illa gengur að ráða inn nýtt fólk. 

Ástæðan fyrir því að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sem og þeir sem útskrifast í vor, hafa ákveðið að leita á önnur mið eru þau skelfilegu laun sem boðið er upp á. Þeir sem engu að síður fara á Landspítalann vinna á kvöldin, um helgar, og eru á bakvöktum á milli eiginlegra vakta til að eiga fyrir salti í grautinn.  

Það er því til lítils fyrir ríkisstjórnina að hreykja sér af því að hleypa fleirum í námið þar sem ekki hefur verði vilji til þess að borga viðunandi laun. 

erlahlyns.blogspot.com, 10.5.2007 kl. 04:21

3 Smámynd: Zóphonías

Sem fyrrverandi Formaður þá hlýtur þú að skilja manna best hversu mikilvægir Hjúkrunarfræðingar eru sjúkrahúsunum. Það hafa orðið gífurlegar framfarir í þessu starfi núna eru til dæmis fleiri karlmenn í náminu og margar rannsóknir á hverju ári innan Hjúkrunarskorarinnar.      Hinsvegar er það sem bíður þeirra eftir nám ekkert nema láglaunastarf á vondum vinnutíma.  Þess vegna róa flestir nýútskrifaðir á önnur mið núna! Nokkur hópur þeirra nýútskrifuðu er til dæmis að fara til Danmerkur að vinna þar sökum mun betri vinnutíma, styttri vinnutíma og síðast en ekki síst meiri virðingar fyrir starf sitt.

Zóphonías, 10.5.2007 kl. 11:14

4 Smámynd: Ásta Möller

Þakka innlit og athugasemdir.  Ég tel að ekki þurfi að brýna mig sérstaklega þegar launamál hjúkrunarfræðinga eru annars vegar.  Í tíu ár var ég í forystu fyrir félög hjúkrunarfræðinga og leiddi kjaraviðræður í samningum við ríki, sveitarfélög og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir.  Í samningum 1994 og 1997/98 náðu hjúkrunarfræðingar samningum sem leiðréttu á þeim tíma kjör þeirra umfram aðrar stéttir. Skv. gögnum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hækkuðu laun hjúkrunarfræðinga frá janúar 1997-mars 2000 um 50%, en á sama tíma hækkaði almenn launavísitala um 20%.  Þessa sögu þekkja hjúkrunarfræðingar sjálfir.  Þetta var í tíð Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu.

Varðandi núverandi stöðu launamála þá er það ekki nokkur vafi að launamunur er milli hefðbundinna karlastétta og hefðbundinna kvennastétta með sambærilega lengd náms að baki, þeim síðarnefndu í óhag.   Það er ein tegund kynbundins launamunar. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað í þá veru að kynbundinn launamunur eigi ekki að líðast í nútímasamfélagi og að gera skuli stórátak í að jafna óútskýrðan launamun karla og kvenna. Það ítrekaði m.a. Geir H Haarde í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Stöð 2 í gærkvöldi.   Það má því reiða sig á Sjálfstæðisflokkinn að hann leggi sig allan fram um að skapa hjúkrunarfræðingum, jafnt sem sjúkraliðum eftirsóknarverð starfsskilyrði á heilbrigðisstofnunum til framtíðar.

 Ásta  Möller 

Ásta Möller, 10.5.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Gunna-Polly

er það viljandi sem þú gelimir að nefna sjúkraliða eða lýtur þú enþá svona mikið niður á þá að þú getur ekki nefnt þá?

þeir eru líka mikivægur hlekkur í starfsmannaflóru spítalanna

Gunna-Polly, 11.5.2007 kl. 23:14

6 Smámynd: Gunna-Polly

biðst foltáts sá ekki síðustu athugasemd en þu hefur enþá ekki svarað mér fyrri spurningu í fyrri færslu þinni

Gunna-Polly, 11.5.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband