Tilviljun eða hvað?

Sjálfstæðisflokkurinn ákvað á miðstjórnarfund s.l.  haust að landsfundur flokksins yrði haldinn dagana 12.-15. apríl 2007 og tilkynnti það opinberlega.  Margt löngu seinna ákvað Samfylkingin að hafa sitt landsþing á sömu helgi.

Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins komu fram í auglýsingu í blöðum um hálfum mánuði fyrir landsfund  þar sem flokksmenn voru boðnir velkomnir á fundinn.  Um það bil viku seinna birtist sams konar auglýsing í blöðunum, en nokkru minni,  með formanni og varaformanni Samfylkingarinnar.

Í gær, á opnunarhátíð landsfundar Sjálfstæðisflokksins, komu frambjóðendur fram á sviðinu  til  að sýna öflugan hóp að baki forystu sinni. Það var áhrifamikið atriði.  Við biðum spennt eftir því hvort Samfylkingin myndi herma þetta atriði eftir okkur!  Viti menn, það gerðist, ég sá það í fréttum sjónvarpsins í kvöld.  Hersing frambjóðenda Samfylkingar á sviðinu að baki forystu flokksins! 

Tilviljun eða hvað?

P.s. Svo mátti af ræðu formanns Samfylkingarinnar ráða að helstu keppinautur flokksins væru litlu flokkarinar sem stælu fylgi af þeim.   Atkvæðin sem dyttu niður dauð.  Nú er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur helsti keppinauturinn um fylgi, heldur litlu sérmálaflokkarnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað hugmyndaflug hjá Sjálfstæðisflokknum að hafa látið sér detta það í hug fyrir landsfund sinn 2007, fyrstum stjórnmálaflokka á Vesturlöndum, að kalla frambjóðendur upp á svið til að sýna öflugan hóp að baki forystu sinni!

Er ekki rétt að taka út einkaleyfi á svona "atriðum" áður en þau eru frumflutt?

Arnar (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ásta Möller - þetta er mjög oft gert í stjórnmálum, þ.e. að kalla saman frambjóðendur á landfundi. En þið megið eiga þetta ef það hjálpar ykkur eitthvað.

Þessi bloggfærsla þín er of mikið: Minn landsfundur er flottari og rétthærri en þinn landsfundur - fyrir minn smekk. Haldið bara ykkar landsfund og verið ekki að velta öðrum of mikið fyrir ykkur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 14.4.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já með réttu mætti segja að stjórnmál kæmu frá sjálfstæðismönnum, hitt er svolítil eftirlíking.

'Oháðir sögðu reyndar að atriðið hjá Samfylkingar-frambjóðendum hefði verið áhrifameira, veit ekki hvað var til í því.

En Samfylkingin hermdi líka eftir með að fá Diddú í upphafsatriðið, afhverju gátu þeir ekki valið einhverja aðra ?

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 10:45

4 Smámynd: Ólafur Als

Baráttukveðjur, Ásta. Nú er mikilsvert að setja setja fram málefnin í búningi, sem leggur áherslu á að stjórnmálamenn óska eftir umboði til þess að þjóna kjósendum, án öfga og med virðingu fyrir réttindum borgaranna til þess að stjórna eigin lífi. Jafnvel þó efast megi um ágæti sumra athafna okkar. Án möguleikans til þess að hafa rangt fyrir sér er frelsi okkar lítils virði. Látum öðrum eftir að hafa vit fyrir borgurunum - og einbeitum okkur að uppbyggingu samfélags sem styðst við frjálslynd viðmið á öllum sviðum mannlífsins ... amen!

Gangi ykkur allt í haginn.

Kveðja frá Fjóni,

Ólafur Als, 14.4.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Fór fyrir mjög löngu síðan á "Herba-Life" samkomu sem haldin var í Laugarásbíó. Fór einungis á fundinn þ.s ég hafði áhuga á markaðsetningunni. Þar stóðu uppá sviði framkvæmdarstjórinn frá U.S.A og aðrir sölustjórar. Síðan var músík spiluð "Tina Turner" verulega hátt,  til að mynda stemmingu í salnum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef upplifað "múgsefjum". Get ímyndað mér að þú hafir upplifað eitthvað slíkt í meira mæli en venjulega á þessu þingi eins og þú lýsir þessu. Enda var Geir Hilmar með yfirlýsingar um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu, sem mér líst annars anzi vel á. Það er hins vegar annar handleggur og vonandi sá hægri.

Birgir Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband