Hagstjórnarmistök, hvað?
13.4.2007 | 10:08
Opnunarhátíð landsfundar Sjálfstæðisflokksins var með eindæmum glæsileg. Konur sem ég hitti á vel heppnuðum kvennakvöldverði Landsambands sjálfstæðiskvenna í gærkvöldi sögðu að þær hefðu fengið "gæsahúð" af hrifningu þegar tjaldið var dregið frá eftir tónlistaratriðið og frambjóðendur flokksins til alþingiskosninga stigu fram á sviðið með formann og varaformann í fararbroddi. Glæsilegur hópur og til alls vís til góðra verka! Þá sýndi samspil formanns og varaformanns á opnunarhátíðinni hvernig ný forysta hefur breytt stíl flokksins.
Ræðu formannsins var vel tekið, enda innihaldsrík og beitt.
Það voru sérstaklega tveir hápunktar í ræðu Geirs, sem ég var sérstaklega ánægð með.
Eftir að hafa farir nokkrum orðum um meintan aukinn ójöfnuð í samfélaginu og aukna fátækt sem vinstri menn hafa haldið á lofti og bálbiljur um að skattaækkanir síðustu ára hafi í raun verið skatthækkanir tók Geir á nýjustu kosningabrellu Samfylkingarinnar um meint hagstjórnarmistök og jarðaði hana, þegar hann sagði:
" Er 60% kaupmáttaraukning almennings frá 1995 ,,hagstjórnarmistök? Er stórfelld niðurgreiðsla skulda ríkissjóðs ,,hagstjórnarmistök? Er full atvinna ,,hagstjórnarmistök? Er 4,5 % hagvöxtur á ári að meðaltali ,,hagstjórnarmistök? En ef mesta framfaraskeið hagsögunnar endurspeglar mistök í hagstjórn, skulum við sjálfstæðismenn fúslega gangast við þeim"
Já, hagstjórnarmistök, hvað?
Hinn hápunkturinn var um málefni aldraðra og öryrkja.
Þar kynnti Geir kosningaloforð flokksins um bættan hag þessara hópa. Þessar tillögur eru svör við helstu áherslum ekki síst eldri borgara síðustu mánuði um að bæta sérstaklega kjör þeirra öldruðu sem búa við lægst kjör og að aldraðir sem vilja og geta unnið, geti bætt hag sinn með launavinnu, án þess að lifeyrir almannatrygginga skerðist. Tillögurnar gera ráð fyrir að 70 ára og eldri geti unnið að vild, án þess að það hafi áhrif á lífeyri. Einföld og skýr skilaboð. Þá tilkynnti hann um að skerðingar á bótum lækki úr um 40% í 35% og um að ríkið tryggði öllum lágmarkslífeyri frá lífeyrissjóði t.d. 25 þúsund krónur á mánuði til hliðar við lifeyri almannatrygginga. Þetta eru stór skref og þegar þau eru sett í samhengi við þær breytingar á minnkum tekjutenginga milli maka sem lögfestar voru í desember sl. má ljóst vera að í mikið hefur verið lagt í að mæta kröfum eldra fólks um breytingar á kjörum sínum.
Við mótum þessarra tillagna áttum við nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins krefjandi en gefandi samstarf við fulltrúa Landssambands eldri borgara og Samtök eldri sjálfstæðismanna um nokkurra vikna skeið, sem er ánægjulegt að skilaði árangri eins og kom fram í ræðu formannsins Auk mín voru Arnbjörg Sveinsdóttir, Pétur Blöndal og Einar Oddur Kristjánsson í þessum samstarfshópi.
Athugasemdir
Hæ hæ, Geir færði góð rök á móti þessari vitleysu í gær. Vildi óska að fleiri færu á landsfund eina helgi og fengju að vita það sem er rétt, en ekki það sem hentar stjórnarandstöðu að segja í örvæntingu sinni....
Kveðja Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 13.4.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.