Um óvinsćldir foringja
10.4.2007 | 08:21
Vinsćlasta skýring ţeirra nú er ađ fólk ţoli ekki ađ ţađ sé kona sem er uppi á dekki og ađ kynferđi hennar sé helsta skýringin á gagnrýni á hana sem hefur leitt til ţessara óvinsćlda. Ţessu heldur t.d. Torfi Tulinius, félagi í Samfylkingunni á lofti í grein í Morgunblađinu í dag. Ţessi skýring heldur nú ekki vatni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rakti sjálf óvinsćldir sínar í Kastljósi í gćrkvöldi til andstöđu sjálfstćđismanna viđ sig. Harla léleg skýring ţađ!
Nú var Davíđ Oddsson lengi vel óvinsćlasti stjórnmálamađur landsins- og reyndar yfirleitt á sama tíma einnig vinsćlastur. Ađ honum og persónu hans var vegiđ međ ýmsum hćtti á öllum tímum. Ekki er hann kona.
Nei, ég held ađ samfylkingarfólk verđi ađ leita annarra og betri skýringa á óvinsćldum formanns síns og flokksins.
Ţeir gćtu t.d. litiđ í eigin rann. Ósamlyndiđ og málefnalegt ístöđuleysi er t.d. hrópandi. Formađurinn kallar á frestun á stóriđju. Á sama tíma koma tveir ţingmenn Samfylkingarinnar fram í fjölmiđlum og vilja álver í ţeirra eigin bakgarđi. Hin geđţekki Kristján Möller, vill álver í Húsavík og Jón Gunnarsson, reyndur mađur í sveitarstjórnarmálum og atvinnumálum vill álver ađ Keilisnesi.
Ósamlyndiđ tekur einnig á sig ólíklegustu myndir, ţegar forystumađur Samfylkingarinnar í Hafnarfirđi einn fárra Hafnfirđinga, ákvađ ađ láta ekki uppi afstöđu sína varđandi stćkkun álvers í Straumsvík. Bćjarstjórinn sjálfur, Lúđvík Geirsson, sem var kjörin til ađ gćta hagsmuna bćjarbúa í hvívetna, stendur nú uppi međ ţađ ađ ákvarđanir hans, eđa öllu heldur ákvarđanafćlni, hefur stefnt atvinnuöryggi hundruđa bćjarbúa í stórhćttu og minnkađ möguleika á ađ bćta hag bćjarbúa međ skatttekjum af álverinu.
Ţá má Samfylkingarfólk einnig athuga skođun Torfa Tulinius, félaga í Samfylkingunni, sem segir í Moggagreininni í dag m.a. eftirfarandi: "...Fáir taka til máls til ađ verja Ingibjörgu: sífellt nöldur hjá andstćđingum hennar, en áberandi ţögn úr röđum forystumanna Samfylkingarinnar." (undirstrikun mín)
Ég held ađ Samfylkingin og formađurinn geti alveg leyft sér ađ líta í eigin rann. Ţađ geislar nú ekki beinlínis af heimilisgleđi á ţeim bćnum!
Heimasíđa www.astamoller.is
Athugasemdir
Sćl Ásta.
Úr ţví ţú minnist á umrćđuţáttinn í sjónvarpinu í gćrkvöld vekur athygli mína ţögn ţín um frammistöđu ţíns eigin formanns. Ţess í stađ kýst ţú ađ veitast ađ öđrum, ţ.á.m. Ingibjörgu Sólrúnu sem hefur veriđ bitbein ykkar sjálfstćđismanna undanfarin ár. Kannski var ekki viđ öđru ađ búast úr ţessum ranni - en mig langar ađ leggja hér orđ í belg.
Ingibjörg Sólrún er sú sem ađ kveđur í stjórnmálum um ţessar mundir. Hún er sú sem hinir stjórnmálaforingjarnir óttast - ekki síst ţiđ sjálfstćđismenn - sú sem mest er lagt í ađ níđa niđur. Hún er stjórnarandstćđingurinn međ ákveđnum greini.Ţú bendir réttilega á ađ Davíđ Oddsson var á sínum tíma hvađ eftir annađ kosinn óvinsćlasti stjórnmálamađur landsins, um leiđ og hann mćldist stundum sá vinsćlasti. Ţú telur vćntanlega ađ hann hafi engu ađ síđur veriđ merkur stjórnmálamađur. Ţannig hafa sjálfstćđismenn a.m.k. látiđ hingađ til.
Ingibjörg Sólrún er umdeildur stjórnmálamađur - ţađ segir mér ađ ţađ er í hana spunniđ. Afrek hennar á borgarstjórastóli í velferđar- og jafnréttismálum segja heilmikiđ um mannkosti hennar. Framganga hennar segir mér og fleirum heilmikiđ um heilindi hennar og hreinskiptni. Vinsćldir hennar verđa ekki vegnar á vogarskálum kynferđis - ekkert frekar en ţínar. Ţar eru allt önnur lögmál ađ verki, sem ţú ţekkir mćtavel (og tekur fullan ţátt í ef marka má skrif ţín hér ofar).
Samfylkingarmenn eru stoltir af henni sem foringja sínum. Könnunin sýnir ađ um 90% flokksmanna eru ánćgđir međ hana sem leiđtoga. Hún er kona međ hugmyndir, kjark og heiđarleika.
Ingibjörg Sólrún veitist ekki ađ öđrum stjórnmálamönnum persónulega, hvorki konum né körlum, en heldur sig ćvinlega viđ málefni og rök. Ţjóđin ţarf á slíkum stjórnmálamönnum ađ halda - ţú gćtir sjálf ýmislegt af henni lćrt.
Međ góđri kveđju,
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 10.4.2007 kl. 16:13
Sćl Ólína og takk fyrir línuna frá ţér.
Mér er ánćgja ađ lýsa ţví yfir ađ ég mér fannst minn formađur standa sig međ mikilli prýđi í Kastljósi í gćrkvöldi og hef ţegar fengiđ tćkifćri til ađ hrósa honum milliliđalaust. Hann er yfirburđastjórnmálamađur, sem vekur traust fyrir málflutning sinn, yfirvegun, húmor og einstaka ţekkingu m.a. á efnahagsmálum. Viđ sjálfstćđismenn erum ađ sönnu stolt af okkar manni og ekki síđur okkar varaformanni.
Ingibjörgu Sólrúnu ţekki ég frá háskólapólítíkinni og ber virđingu fyrir henni sem stjórnmálamanni, ţótt ég sé fráleitt sammála henni í mörgum málum og finnist ákveđiđ ístöđuleysi einkenna hennar málflutning sem hefur versnađ međ árunum.
Vangaveltur mínar í blogginu snerust fyrst og fremst um hvađ samfylkingarfólk vill vísa ábyrgđ á stuđningsleysi viđ formann sinn á ađra. Mér, sem hef fylgst međ samskiptum ţingmanna flokksins í návígi á ţingi, kemur ósamlyndiđ og kátleysi ţeirra ekki á óvart.
Stjórnmál snúast um ađ fylgja eftir skođunum sínum svo ţćr megi verđa til ţess ađ bćta hag samfélagsins og fólksins sem í ţví býr. Ţađ felur einnig í sér ađ mynda sér skođanir á áherslum annarra, m.a. stjórnmálamanna. Ţađ er ekkert persónulegt viđ ţađ og einkennilegt ađ ţú skulir taka ţann pól í hćđina ađ ég sé ađ "veitast ađ" einum eđa öđrum međ ţví ađ lýsa skođunum mínum á málflutningi ţeirra.
Međ bestu kveđju, Ásta Möller
Ásta Möller, 10.4.2007 kl. 16:44
Ég get ekki hugsađ mér ađ ţađ stoppi fólk međ ađ kjósa flokkinn ţví ađ ţarna sé kona á ferđ, eđa ég veit ekki, ég mundi ekki bera efasemdir til kvenna sem vćru fullar af réttlćti, kjarki og orku til ađ komast áfram međ góđ málefni og ná langt.
ţá er ég ađ tala um hvađa konu sem ţessi lýsing á viđ, ekki endilega ađ tala um hana, vil ekki tala í svo persónulegum nótum...
Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 02:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.