Munur á hagstjórn hćgri og vinstri manna.
9.4.2007 | 09:34
"Sjálfstćđisflokkurinn er eini flokkurinn sem getur tryggt farsćld og aukna hagsćld fjölskyldunnar til langframa. Ţađ sýna m.a. tölur um ađ kaupmáttur launa fjölskyldunnar hefur aukist um tugi prósenta á síđustu árum undir forystu Sjálfstćđismanna. VG er hreinn vinstri flokkur, ţótt hann hjúpi sig grćnni skykkju, sem hefur villt um fyrir fólki. Hreinn vinstri flokkur sem hćkkar skatta, fer illa međ opinbert fé, hneppir atvinnulíf í ríkisfjötra, eykur verđbólgu og allt hefur ţetta áhrif á afkomu fjölskyldunnar til hins verra. Treystir einhver VG í ríkisfjármálum? Fólk er búiđ ađ gleyma hvernig vinstri menn stjórna í landsmálum. Ţađ ţarf ađ varast vinstri slysin!"
Ţessi orđaskipti urđu tilefni til ađ ég gróf upp grein sem ég skrifađi fyrir kosningarnar 2003 og var birt í Fréttablađinu undir yfirskriftinni "Ávísun á verđbólgu og hćrri skatta." Greinin stendur fyrir sínu, en ţar vitna ég í ummćli tveggja frćđimanna um mun á hagstjórn hćgri og vinstri manna
Ţar segir ég m.a., eftirfarandi:
"Í bókinni "Frá kreppu til viđreisnar - Ţćttir um hagstjórn á Íslandi á árunum 1930-1960", sem kom út á síđasta ári í ritstjórn Jónasar H. Haralz, ritar Ţórunn Klemensdóttir grein um "Pólítískar hagsveiflur á Íslandi 1945-1998". Ţar greinir hún m.a. pólítísk áhrif hćgri stjórna annars vegar og vinstri stjórna hins vegar á helstu kennitölur efnahagsstjórnunar hér á landi. Skv. skilgreiningu hennar eru hćgri stjórnir ţćr sem Sjálfstćđisflokkurinn á ađild ađ. Ađrar teljast vera vinstri stjórnir.
Í grein Ţórunnar kemur m.a. fram ađ á umrćddu árabili er verđbólga umtalsvert hćrri í tíđ vinstri stjórna eđa 24,5% ađ međaltali í samanburđi viđ 15,1% ţegar hćgri stjórnir eru viđ völd. Frá 1998 hefur ţetta međaltal lćkkađ enn. Ţá er greinilegur munur á útgjaldaaukningu ríkisins eftir hvernig stjórn er viđ völd eđa 11.2% ađ međaltali á ári hverju í tíđ vinstri stjórna til samanburđar viđ 3,3% útgjaldaaukningu á ári í tíđ hćgri stjórna.
Ađ sömu niđurstöđu kemst Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafrćđi, í bók sinni "Úr digrum sjóđi - fjárlagagerđ á Íslandi" sem gefin var út 1999. Ţar segir hann m.a. "ađ hćgri stjórnir séu ađhaldssamari í fjármálum ríkisins en ađrar og ađ vinstri stjórnir eyđi meiru." Sérstaklega er bent á ađ útgjöld drógust saman ţegar Sjálfstćđisflokkurinn var viđ stjórn, en ţau jukust ţegar Alţýđubandalagiđ var viđ stjórn. Fylgismenn Alţýđubandalagsins sáluga eru nú klofnir í tvo flokka, Samfylkinguna og Vinstri grćna.
Framangreindir sérfrćđingar í hagfrćđi og stjórnmálafrćđi hafa međ athugunum sínum á tengslum stjórnarmunsturs annars vegar og verđbólgu og útgjaldaaukningar ríkisins hins vegar komist ađ álíka niđurstöđu: Hćgri stjórnir eru hćfari, en vinstri stjórnir í stjórnun efnahagsmála. "
Greinin er birt á heimasíđu minni á ţessum tengli: http://astamoller.is/grein.php?id_grein=153&b=1
Athugasemdir
ég er sammála mörgu sem kemur fram í textanum, en talađ er einnig um ađ ađstćđur ţegar vinstri menn voru síđast viđ stjórn hafi veriđ mjög slćmar. En ég sé líka mart rangt í ţví hvernig ţeir vilja hafa ţetta, en ég sé líka ţví miđur mart ekki í lagi eins og stađan hjá okkur er í dag. Mér finnst vera of margir sem hafa ţađ ekki gott, ţađ er erfitt ađ lifa af sem námsmađur hér á landi og ţađ er mart annađ sem ég er mjög ósátt viđ sem mćtti bćta og ţađ eru stór hluti sammála ţví og ţađ er enginn sem getur sagt ađ ţađ sé einhver "vitlausari hluti" sem segi ţađ. Ég meina ţađ er gott ađ búa viđ kerfiđ ef mađur er efnađur, en ţađ er búiđ ađ hunsa allt of mart af ţví sem betur mćtti fara.
Inga Lára Helgadóttir, 9.4.2007 kl. 21:41
Ađeins svo ég geti bćtt viđ, ţá var td. hćgri stjórn sem kom á í borgarstjórninni núna síđast, ég get ekki sagt ađ ég finni einhvern mun á ţví, jú ţađ er orđiđ dýrara í strćtó og dýrara í sund, einmitt eitthvađ sem ćtti ađ kvetja fólk ađ gera meira af.
Inga Lára Helgadóttir, 9.4.2007 kl. 21:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.