Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Vanrækslusyndir

  Það er ekki að spyrja að seinheppni Samfylkingarinnar í auglýsingum þessa dagana.

Ekki fyrr voru þeir búnir að fordæma notkun heilbrigðisráðherra á framkvæmdasjóði aldraðra í auglýsingu í blöðunum þegar fulltrúar Landssambands eldri borgara báðu ráðherrar afsökunar á að hafa haft hann fyrir rangri sök.  Feilskot!

Í auglýsingu í blöðum í gær, standa síðan svilkonan og svilinn keik og lofa fyrir hönd Samfylkingarinnar 400 nýjum hjúkrunarrýmum á næstu 18 mánuðum. Vanrækslusynd!?

Í grein sem ég setti á heimasíðuna mína í gær www.astamoller.is og birtist í fréttabréfi hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins í hverfum austan Elliðaár sem er dreift nú í dymbilvikunni fjalla ég m.a. um ábyrgð R-listans á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum í Reykjavík.

Þar segi ég m.a.:  "Þótt ríkið taki þátt í kostnaði við uppbyggingu öldrunarstofnana og greiðir stóran hluta af rekstrarkostnaði þeirra, er það á ábyrgð sveitarfélaga að meta þörf fyrir hjúkrunarrými. Þar liggja upplýsingar um þarfir íbúa fyrir samfélagslega þjónustu á hverjum tíma. Þessa ábyrgð hafa sveitarfélög á landsbyggðinni axlað, en það er ljóst að R-listinn sofnaði á verðinum í þau 12 ár sem hann sat við stjórnvölinn í Reykjavík. Það er fyrst nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið við forystutaumum í borginni sem rofar til í þessum málaflokki. Það hlýtur að vera umhugsunarefni."

Ég segi einnig eftirfarandi í greininni: "Formaður Samfylkingarinnar hefur orðið tíðrætt um svokallaðar "vanrækslusyndir" sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á. Í því sambandi hlýt ég að spyrja um vanrækslusyndir R-listans vegna uppsafnaðs skorts á hjúkrunarrýmum í Reykjavík".

Ekki var gengið í verkefnið þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri í Reykjavík. Mundi þetta ekki flokkast undir dæmigerða "vanrækslusynd". Já, seinheppni Samfylkingarinnar ríður ekki við einteyming!    

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband