Efnisleg umræða, ekki málþóf

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru ásakaðir um að stunda málþóf í umræðu á Alþingi í gær, þegar til umræðu var frumvarp ríkisstjórnarinnar um innlausn séreignalífeyrissparnaðar fólks hjá lífeyrissjóðunum.

Á þingi í dag, sem starfandi þingflokksformaður þá stundina, andmælti ég fullyrðingum Marðar Árnasonar í þessa veru.

Ekki heppileg leið
Í gær fór þvert á móti fram efnisleg umræða frá hendi þingmanna Sjálfstæðisflokksins um heimildir fólks til að nálgast séreignasparnað sinn úr lífeyrissjóðum til að mæta greiðsluerfiðleikum heimilanna.

Þar gagnrýndum við sjálfstæðismenn harðlega þá leið sem ríkisstjórnin og framsóknarmenn vilja fara. Hún felur í sér að almenningur getur innleyst eina milljón króna í jöfnum greiðslum á 10 mánuðum, 100 þúsund krónur á mánuði í 10 mánuði, eða 63 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Slík útfærsla dugar skammt til að mæta vanda heimila í landinu sem eiga í greiðsluerfiðleikum og veldur almenningi vonbrigðum. Jafnframt getur hún skaðað starfsemi lífeyrissjóðanna.

Það er til önnur og betri leið
Leiðin sem sjálfstæðismenn mæltu fyrir í gær að frumkvæði Péturs H Blöndal og lögðu fram breytingatillögu um felur í sér að almenningur gæti útleyst séreignalífeyrissparnað sinn í einu lagi, einni milljón króna að frádregnum skatti, - í einni upphæð, sem má margfalda með tveimur ef hjón eða sambýlisfólk á slíka inneign í séreignalífeyrissparnaði, alls 630 -1260 þúsund.

Það var mat fulltrúa lífeyrissjóðanna að leið sjálfstæðismanna, kæmir betur til móts við yfirlýst markmið frumvarpsins um að rétta heimilunum hjálparhönd og um leið að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna.

Ekki var hlustað á varnaðarorð
Vinna stjórnarliða og framsóknarmanna við vinnslu frumvarpsins var flaustursleg og var ekki hlustað á varnaðarorð umsagnaraðila.

Hafi þingmenn eitthvað lært af hamförum haustsins, þá er það að vanda til verka. Ekki má sýna andvaraleysi heldur skoða mál til hlítar og finna bestu leið, sem kemur sem flestum til góða

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að á það hafi skort í vinnslu frumvarps um innlausn séreignalífeyrissparnaðar og lögðu sig fram um að fá stjórnarliða og fylgismenn þeirra að snúa við blaðinu, en árangurslaust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

 Akkúrat - og tunglið er ostur!

Þetta siðleysi er farið að vera sjúklegt í ykkur sjálfstæðismönnum. Farið í málþóf á meðan Róm er að brenna!

(já ég horfði á þetta í allt gærkvöld og þetta VAR málþóf, Sigurður Kári að tala í hálftíma um lýðræðisfyrirkomulagið í Frjálslyndaflokknum o.sv.frv).

Þór Jóhannesson, 10.3.2009 kl. 16:51

2 identicon

hvaða hagsmunum eru lífeyrissjóðirnir að huga að,miðað við braskið hjá þeim fynnst manni það mannréttindabrot að fólki sé ekki í sjálfsvald sett hvað það gerir við þennan aur,taka sénsinn á að tapa þessu eða ávaxta,það er alveg ljóst að alþingi á ekki að geta læst meir af sparnaði almennings inni í áhættufélögum sem standa nú þegar í afskriftum,ég treysti mér betur til að meta hvort mér henti betur að standa í skilum við mína lánadrottna eða leggja aukalega fyrir í dag,ekki set ég mér sjálfur lög um minn lífeyrir...

zappa (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ber virðingu fyrir þér Ásta, þú ert oftast málefnaleg og sanngjörn.

En ég fylgist grannt með þinginu þessa dagana og að halda því fram að þetta séu ekki tafir og málþóf sem flokkssystkini þín stunda í þessu máli, er út í hött.

Almenningur er ekki ógreinilegur og skynlaus massi sem hægt er að blekkja með fullyrðingum um hið gagnstæða.

Svo er ákaflega merkilegt hvað Sjálfstæðismönnum virðist standa mikil ógn af þeim möguleika að almenningur (stjórnlagaþing) hafi meira um breytingu á stjórnarskrá að segja.

Það er ekki beinlínis eins og þinginu hafi unnist vel að þetta bráðnauðsynlega verkefni.

Óska þér annars alls hins besta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband